Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2020

Mannréttindi

""

Óskað er eftir tilnefningum til mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2020. Það er hægt að tilnefna einstaklinga, hópa, félagasamtök eða stofnanir sem hafa á eftirtektarverðan hátt lagt mannréttindum lið. 

Markmið mannréttindaverðlaunanna er að vekja athygli á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og mikilvægi þess að mannréttindi séu virt í samfélaginu.  

Tilnefningar ásamt rökstuðningi má senda á netfangið mannrettindi@reykjavik.is

Frestur til að skila tilnefningum er til 1. desember 2020.

Handhafi mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar fær að launum kr. 600.000,-

Verðlaunin verða afhent í Höfða af borgarstjóra Reykjavíkur þann 10. desember næstkomandi í tengslum við alþjóðlega mannréttindadaginn. Á þessum degi árið 1948 var Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna samþykkt.

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar velur þrjá fulltrúa í dómnefnd til eins árs í senn. Hana skipa einstaklingar sem hafa sjálfir unnið að jafnréttis- og mannréttindamálum. 

Þeir sem hafa fengið mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar eru;

  • Alþjóðahús 2008
  • Rauði Kross Íslands 2009
  • Blátt áfram 2010
  • Hinsegin dagar 2011
  • List án landamæra 2012
  • Kvennathvarfið 2013
  • Geðhjálp 2014
  • Frú Ragnheiður 2015
  • Þórunn Ólafsdóttir 2016
  • Með okkar augum 2017
  • Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi  -W.O.M.E.N. Á Íslandi 2018
  • Móðurmál Samtök um tvítyngi 2019