Lækkun hámarkshraða um alla borg

Samgöngur

Yfirlitsmynd af grænum gróðri og húsum í Reykjavík.

Hámarkshraði verður lækkaður um alla borg á næsta ári í annað hvort 30 eða 40 kílómetra á klukkustund á götum þar sem hámarkshraði var áður 50 kílómetrar á klukkustund. Breytingarnar eru liður í innleiðingu á hámarkshraðaáætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í apríl 2021. Með þessum áföngum verður lokið flestum breytingum innan íbúðahverfa og tengibrauta sem skera sundur íbúðabyggðir.

Búist er við því að það taki stóran hluta ársins 2023 að koma þessu til framkvæmda því breytingin er umfangsmikil. Lækkun hámarkshraða tekur ekki gildi fyrr en ný skilti eru komin upp. Til viðbótar verða hámarkshraðamerkingar málaðar í götur um leið og veður leyfir.

Eftir standa meðal annars breytingar á Suðurlandsbraut, Höfðabakka/Gullinbrú og stóru iðnaðarhverfunum í borginni. Áætlunin nær ekki til hámarkshraða á vegum annarra veghaldara, það er Vegagerðarinnar og Faxaflóahafna. Vegagerðin fer með veghald í þjóðvega í þéttbýli. Dæmi um þjóðvegi í borginni eru Sæbraut, Kringlumýrarbraut, Miklabraut, Hringbraut, Vesturlandsvegur og Reykjanesbraut.

Gert til að bæta umferðaröryggi

Markmið hámarkshraðaáætlunarinnar er að stuðla að bættu umferðaröryggi í Reykjavík til að koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki í umferðinni. Nauðsynlegt er að draga úr umferðarhraða til að ná því.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti eftirfarandi breytingar á fundi sínum í morgun og verða hér taldar upp göturnar og tilvonandi hámarkshraði í þeim. Einnig er hægt að skoða breytingarnar á korti.

Kjalarnes

40 km/klst:

  • Hofsgrund, milli Brautarholtsvegar og Jörfagrundar.
  • Vallargrund
  • Vegstúfur milli Vallargrundar og Brautarholtsvegar.

Grafarholt og Úlfarsárdalur

30 km/klst:

  • Lambhagavegur 1-15
  • Biskupsgata, milli nyrðri innkeyrslu Biskupsgötu 1-39 og Gvendargeisla.
  • Þorláksgeisli, milli Kristnibrautar og innkeyrslu að Þorláksgeisla 6-12.

40 km/klst:

  • Lambhagavegur 1-31, að undanskildum Lambhagaveg 1-15 og þess hluta Lambhagavegar sem tengir saman Vesturlandsveg og Reynisvatnsveg.
  • Mímisbrunnur
  • Fellsvegur
  • Úlfarsbraut, milli Fellsvegar og innkeyrslu að menningarhúsi Úlfarsárdals
  • Biskupsgata, milli Reynisvatnsvegar og nyrðri innkeyrslu Biskupsgötu 1-39
  • Kristnibraut, milli Jónsgeisla og Kirkjustéttar

Grafarvogur

30 km/klst:

  • Fossaleynir
  • Vættaborgir, milli Strandvegar og strætógötu.
  • Melavegur, milli Strandvegar og Jötnaborga.
  • Melavegur, milli Borgavegar og Dofraborga.
  • Gullengi, tengivegur milli Borgavegar að Gullengis
  • Langirimi, frá Borgarvegi að Mosarima
  • Gufunesvegur, norðan T-gatnamóta í átt að Gamla Gufunesvegi og Þengilsbás
  • Þengilsbás
  • Hilmisbás
  • Jöfursbás
  • Völundarhús, milli innkeyrslu að leiksskólanum Ársól og Suðurhúsa
  • Gagnvegur, milli Veghúsa og Dalhúsa

40 km/klst:

  • Borgavegur
  • Gylfaflöt
  • Rimaflöt
  • Bæjarflöt
  • Völundarhús, milli Gagnvegar og innkeyrslu að leiksskólanum Ársól
  • Gagnvegur, milli Víkurvegar og Veghúsa
  • Gagnvegur, milli Dalhúsa og Fjallkonuvegar

Árbær

30 km/klst:

  • Almannadalur
  • Trippadalur
  • Fjárborg
  • Hrossnes
  • Vegbrekkur austan Mjódalsvegar
  • Elliðabraut
  • Selásbraut, milli Þveráss og Þingáss
  • Brekknaás 2 – 8
  • Selásbraut, milli Reykáss og Vesturáss
  • Tunguháls, milli Hraunbæjar og Bæjarháls
  • Hraunbær, milli Bæjarhálsar og Rofabæjar
  • Stangarhylur
  • Nethylur
  • Straumur, milli Strengjar og Bröndukvíslar
  • Strengur, milli Veiðimannavegar og Silungakvíslar
  • Strengur, milli Höfðabakka og Reyðarkvíslar

40 km/klst:

  • Norðlingabraut
  • Norðlingavað
  • Þingtorg
  • Selásbraut, milli Breiðholtsbrautar og Þveráss
  • Brekknaás, að undanskildum Brekknaás 2-8
  • Vatnsveituvegur, milli Breiðholtsbrautar og Brekknaáss
  • Selásbraut, milli Reykáss og Rofabæjar
  • Tengigata milli Selásbrautar og Bæjarháls
  • Straumur, frá Bröndukvísl að Veiðimannavegi
  • Veiðimannavegur
  • Breiðhöfði, frá Straumi að Bíldshöfða
  • Axarhöfði

Háaleitis- og Bústaðarhverfi

30 km/klst:

  • Réttarholtsvegur, milli Langagerðis og Sogavegar
  • Sogavegur, milli Réttarholtsvegar og Grensásvegar
  • Áland, milli Háaleitisbrautar og Eyrarlands
  • Háaleitisbraut, milli Bústaðavegar og Sléttuvegar
  • Listabraut
  • Ofanleiti
  • Kringlan

40 km/klst:

  • Bústaðavegur
  • Grensásvegur
  • Háaleitisbraut, milli Bústaðavegar og Miklubrautar

Breiðholt

30 km/klst:

  • Vesturhólar
  • Norðurhólar
  • Suðurhólar
  • Vesturberg
  • Austurberg
  • Norðurfell, milli Suðurfells og Austurbergs
  • Vatnsveituvegur, austan Höfðabakka
  • Jafnasel
  • Jaðarsel, sunnan og vestan aðkomu að leikskólanum Jöklaborg
  • Skógarsel, að undanskildum kaflanum milli Breiðholtsbrautar og aðkomu að Skógarseli 1-43
  • Rangársel
  • Árskógar
  • Útvarpsstöðvarvegur

40 km/klst:

  • Norðurfell, austan Austurbergs
  • Suðurfell
  • Norðurfell, milli Suðurfells og Breiðholtsbrautar
  • Vegstúfur milli Suðurfells og Breiðholtsbrautar
  • Jaðarsel, milli Breiðholtsbrautar og aðkomu að leikskólanum Jöklaborg
  • Skógarsel, milli Breiðholtsbrautar og aðkomu að Skógarseli 1-43
  • Álfabakki
  • Stekkjarbakki, milli Breiðholtsbrautar og mislægra gatnamóta við Reykjanesbraut.
  • Miðskógar
  • Seljabraut, milli Seljaskóga og Engjasels
  • Seljaskógar, milli Breiðholtsbrautar og Grófarsels
  • Arnarbakki, milli Stekkjarbakka og Fálkabakka
  • Fálkabakki
  • Stöng

Hlíðar og Laugardalur

30 km/klst:

  • Flugvallarvegur, austan Bústaðarvegar
  • Skógarhlíð
  • Langahlíð, sunnan Miklubrautar
  • Flókagata, milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar
  • Suðurhlíð, milli Kapellutorgs og Beykihlíðar
  • Vesturhlíð
  • Vegstúfur að Veðurstofu Íslands
  • Félagstún
  • Guðrúnartún
  • Katrínartún
  • Þórunnartún
  • Bríetartún
  • Borgartún, austan Katrínartúns
  • Laugarnestangi
  • Kirkjusandur
  • Dalbraut, milli innkeyrslu að Dalbraut 21-27 og Sundlaugarvegar
  • Aðkoma að Dalbraut 14-20
  • Kleppsvegur, milli Holtavegar og Langholtsvegar
  • Gnoðarvogur, milli Skeiðarvogs og Álfheima
  • Skeiðarvogur, milli Suðurlandsbrautar og Gnoðarvogs
  • Mörkin
  • Skeifan
  • Faxafen
  • Fákafen
  • Engjavegur, milli Suðurlandsbrautar og Gnoðavogs
  • Knarrarvogur
  • Naustavogur
  • Kænuvogur
  • Dugguvogur, milli Súðavogs og Tranavogs

40 km/klst:

  • Flugvallarvegur, vestan Bústaðarvegar
  • Langahlíð, norðan Miklubrautar
  • Nóatún, sunnan Laugarvegar
  • Varmahlíð
  • Kapellutorg
  • Laugarnesvegur, milli Sæbrautar og Kirkjusands
  • Dalbraut, milli Sæbrautar og aðkomu að Dalbraut 21-27
  • Suðurlandsbraut, austan Skeiðarvogs
  • Skeiðarvogur, milli Suðurlandsbrautar og Sogavegar

Vesturbær og Miðborg

30 km/klst:

  • Rastargata
  • Lagargata
  • Hlésgata
  • Hofsvallagata, milli Einimelar og Hagamelar
  • Einarsnes, austan Einarsnes s 21-31
  • Einarsnes 21-31
  • Skeljarnes
  • Suðurgata, norðan Melatorgs
  • Skothúsvegur, milli Sóleyjargötu og Bjarkargötu
  • Gamla Hringbraut
  • Vatnsmýrarvegur
  • Nauthólsvegur, sunnan Menntasveigs
  • Menntavegur
  • Menntasveigur

40 km/klst:

  • Mýrargata
  • Geirsgata, vestan Naustar
  • Einarsnes, vestan Einarsnes 21-31
  • Suðurgata, sunnan Melatorgs
  • Sóleyjargata
  • Fríkirkjuvegur, milli Skothúsvegar og innkeyrslu að Miðbæjarskólanum
  • Hlíðarfótur
  • Nauthólsvegur, milli Hlíðarfótar og Menntasveigs
  • Þorragata

Breytingar frá upphaflegri áætlun

Frávik frá upphaflegri áætlun eru gerð á þrettán stöðum og eru hér líka taldar upp ástæður þessara breytinga.

 1. Lambhagavegur, 30 í stað 40 km/klst á hluta – Vikið frá upphaflegri áætlun þar sem mikil umferð óvarinna vegfarenda er á svæðinu vegna líkamsræktarstöðvar.

2. Biskupsgata frá Reynisvatnsvegi að nyrðri innkeyrslu Biskupsgötu 1-39, 40 í stað 30 km/klst – Vikið frá upphaflegri áætlun þar sem ekki er talið að umferðaröryggisástæður krefjist þess að hraðinn fari í 30 km/klst á þessu svæði að svo stöddu.

3. Völundarhús, frá Gagnvegi að innkeyrslu að leikskóla, 40 í stað 30 km/klst – Vikið frá upphaflegri áætlun þar sem ekki er talið að umferðaröryggisástæður krefjist þess að hraðinn fari í 30 km/klst á þessu svæði að svo stöddu.

4. Gagnvegur, frá Víkurvegi að Veghúsum, 40 í stað 30 km/klst – Vikið frá upphaflegri áætlun þar sem ekki er talið að umferðaröryggisástæður krefjist þess að hraðinn fari í 30 km/klst á þessu svæði að svo stöddu.

5. Bústaðavegur til móts við Grímsbæ, 40 í stað 30 km/klst - – Vikið frá upphaflegri áætlun um 30 km/klst en gert er ráð fyrir að hraði verði lækkaður í 30 km/klst móts við Grímsbæ samhliða frekari hraðalækkandi aðgerða á Bústaðavegi.

6. Skógarsel, milli aðkomu að Skógarseli 1-43 og Þverársels, 30 í stað 40 km/klst – Vikið frá upphaflegri áætlun vegna mikillar umferðar gangandi vegfarenda, sérstaklega barna og ungmenna, í tengslum við íþróttasvæði ÍR.

7. Álfabakki, vestan Stekkjarbakka 40 í stað 30 km/klst – Vikið frá upphaflegri þar sem ekki er talið að umferðaröryggisástæður krefjist þess að hraðinn fari í 30 km/klst á þessu svæði að svo stöddu.

8. Stekkjarbakki, milli Arnarbakka og Grænastekks 40 í stað 30 km/klst – Vikið frá upphaflegri áætlun þar sem ekki er talið að umferðaröryggisástæður krefjist þess að hraðinn fari í 30 km/klst á þessu svæði að svo stöddu.

 9. Langahlíð, milli Flókagötu og Háteigsvegar , 40 í stað 30 km/klst – Vikið frá upphaflegri áætlun um 30 km/klst en gert er ráð fyrir að hraði verði lækkaður í 30 km/klst á þessum kafla samhliða frekari hraðalækkandi aðgerðum.

10. Dalbraut, milli Sundlaugavegar og aðkomu að Dalbraut 21-27 30 í stað 40 km/klst – Vikið frá upphaflegri áætlun umferðar óvarinna vegfarendur á þessum kafla, sérstaklega viðkvæmra hópa barna og eldri.

11. Skeiðarvogur, milli Suðurlandsbrautar og Gnoðarvogs 30 í stað 40 km/klst– Vikið frá upphaflegri áætlun vegna mikillar umferðar óvarinna vegfarenda.

12. Engjavegur, milli Suðurlandsbrautar og Gnoðavogs, 30 í stað 40 km/klst – Vikið frá upphaflegri áætlun þar sem umferð óvarinna vegfarenda réttlætir lægri hámarkshraða.

13. Nauthólsvegur, vestan og sunnan Nauthólstorgs, 40 í stað 30 km/klst – Vikið frá upphaflegri áætlun þar sem umhverfið og umferð óvarinna vegfarenda krefst þess ekki af umferðaröryggisástæðum að hraðinn fari í 30km/klst að svo stöddu.