Iðandi mannlíf í Sumarborginni
Sumarborgin iðar af lífi og í samvinnu við í listafólk og hönnuði, plötusnúða og tónlistarfólk geta gestir gert sér dagamun í miðborginni í allt sumar. Hægt verður að dansa, ganga, sinna umhverfinu, fræðast, njóta og skemmta sér.
Tilgangur Sumarborgarinnar er að efla mannlíf og menningu og styðja þannig við fyrirtæki; verslun, veitingastaði og aðra þjónustu í miðborginni yfir sumartímann í Reykjavík.
Hvergi á landinu er eins mikið af veitingastöðum, verslunum, menningu og annarri þjónustu á einum og sama staðnum eins og í miðborginni og verður margt skemmtilegt um að vera í tengslum við verkefnið í sumar.
27 verkefni, listafólks, rekstraraðila og viðburðahaldara fengu styrk úr viðburðapotti Sumarborginnar og búið er að skipuleggja hátt í 100 viðburði gestum miðborgarinnar að kostnaðarlausu í allt sumar.
Í ár er fjölbreytt dagskrá í boði má þar nefna dans, jóga, listsýningar, prjónakennsla, götubitahátíð, langborð á Laugavegi, hugleiðslumaraþon, DJ maraþon, tónleika, sundballett og margt fleira.
Kynntu þér dagskrána á borginokkar.is