Íbúafundir með borgarstjóra í Grafarholti og Úlfarsárdal og á Kjalarnesi

Frá íbúafundi í Háaleiti og Bústöðum sem haldinn var í Réttarholtsskóla

Einar Þorsteinsson borgarstjóri býður borgarbúum upp á opið samtal í hverfum borgarinnar næsta laugardag þann 2. mars næstkomandi. Gerum góð hverfi ennþá betri.

Fundurinn í Grafarholti og Úlfarsárdal verður haldinn í Menningarhús Borgarbókasafns í Úlfarsárdal og hefst klukkan 11.00. 

Fundurinn á Kjalarnesi verður haldinn í Fólkvangi og hefst klukkan 14.00. 

Hverju þarf að breyta í þínu hverfi, hvað er vel gert og hvað finnst þér að borgarstjóri eigi að gera? Íbúar eru hvattir til að mæta og segja sína skoðun.

Fundirnir eru um ein klukkustund að lengd og boðið er upp á kaffiveitingar. Tungumálaaðstoð í boði fyrir þau sem þess óska.

Börn eru sérstaklega velkomin og á hverjum stað verður barnahorn. 

Öll velkomin.

Sjá viðburði á Facebook: 

Grafarholt og Úlfarsárdalur: https://www.facebook.com/events/901374998119503

Kjalarnes:  https://www.facebook.com/events/355434137330468

Nánar um fundina og tímasetningar