Hverfisgötu 113-125 verður ekki lokað í vetur

Horft upp Hverfisgötu frá Hlemmi.

Dregið verður úr umfangi framkvæmda á Rauðarárstíg norður að því leyti til að Hverfisgatan frá Snorrabraut að Laugavegi verður ekki þveruð og ekki lokað að þessu sinni. Til stóð að loka götuspottanum við Hverfisgötu 113-125 ásamt bílastæðum og einnig fyrir framan Lögreglustöðina Hlemmmegin. Svo verður ekki að sinni. Þessi ákvörðun var tekin til að minnka truflun á svæðinu fyrir íbúa og vegfarendur. Sú framkvæmd verður flutt yfir í annan áfanga sem er á áætlun árið 2024.

Áætlun

  • Kalt vatn verður tengt á nýjar lagnir í Bríetartúni í næstu viku og í kjölfarið á því hefst frágangur.
  • Bríetartúnið verður hellulagt og opnað fyrir umferð í nóvember. 
  • Vinna heldur áfram í Rauðarárstíg þar sem gröftur og fleygun eru eftir á litlu svæði við Gasstöðina og lagnir þar verða bráðabirgðatengdar.
  • Stefnt er að því að helluleggja Rauðarárstíg norður fyrir næstu áramót.
  • Áfram verður unnið í gangstéttum þar eftir áramót.
  • Gatan eða botnlanginn opnast fyrir áramót og þar með hliðið inn á starfsmannaplan lögreglunnar.
  • Vinna mun halda áfram við tengingar lagna í gangstéttarstæðum og frágangur þeirra klárast á nýju ári.

Lýsing

Gatnamót við Bríetartún verða upphækkuð og akstursrými afmarkað með lágum tveggja og fjögurra sentímetra háum kantsteini. Gert er ráð fyrir hönnun götu í einum fleti og að akstursrýmið verði hellulagt. Rauðarárstígur verður lokaður til suðurs við Gasstöðina á Hlemmi og með snúningshring fyrir fólksbíla í botni götunnar. Rafhleðslustæði verða nyrst í götunni og sleppistæði fyrir leigubíla.