No translated content text
Áður en veturinn skellur á af fullum krafti með snjó og hálku er mikilvægt að huga að sorptunnum, geymslum og tunnugerðum til að stuðla að því að sorphirðan gangi vel í vetur. Hafið í huga að starfsfólk sorphirðunnar neyðist til þess að skilja tunnurnar eftir ef það kemst ekki að þeim.
- Hugsum út í hindranir. Ef bílum er illa lagt eða framkvæmdir loka tunnur inni getur það komið í veg fyrir tæmingu.
-
Eru tunnurnar á góðum stað? Veljum staðsetningu sorptunna með tilliti til veðurs og vinda til að forðast að þær fjúki og valdi tjóni.
-
Lýsum upp skammdegið. Sjáum til þess að lýsing sé góð í skammdeginu og munum eftir að skipta um sprungnar perur.
- Eru hjarirnar í lagi? Pössum að hurðir á sorpgeymslum séu í lagi. Smyrjum lása og lamir.
-
Mokum, söltum, söndum. Það léttir starfsfólki sporin ef greiður aðgangur er að sorptunnum. Hálka og snjór getur komið í veg fyrir tæmingu. Gott er að gæta þess að moka snjó frá hurðum sorpgeymslna eða tröppum áður en að hann verður að klaka sem erfiðara er að eiga við.
Einnig er vakin athygli á því að hægt er að lækka sorphirðugjöldin með því að flytja tunnur nær lóðamörkum og slá tvær flugur í einu höggi því leiðin sem þarf að moka og halda greiðri styttist í leiðinni. Tunnur í meira en 15 metra fjarlægð frá lóðamörkum bera hærri sorphirðugjöld.
Takk fyrir lesturinn með fyrirfram þökkum fyrir að hjálpa til við að sorphirðan gangi sem best fyrir sig í vetur og að hjálpa til við að tryggja öryggi starfsfólks.