Hreinsum saman alla daga

Umhverfi Skipulagsmál

""

Feikilegur kraftur er um þessar mundir í hreinsunarstarfi á höfuðborgarsvæðinu og víða um land og er sjálfboðaliðastarfið ómetanlegur liðsauki. Reykjavíkurborg tileinkar dagana 24.- 29. apríl átakinu Hreinsum saman sem eru þáttur í evrópskum hreinsunardögum. 

Reykjavíkurborg vinnur nú að því að hreinsa og fegra borgina og hafa borgarbúar, íbúasamtök, félagasamtök, sjálfboðaliðar, fyrirtæki og stofnanir einnig tekið saman höndum og hreinsað í sínum nánasta umhverfi.

Góðar fréttir hafa borist af hópum hafa hreinsað víðfeðm svæði. Nefna má hreinsunarafrek undir hattinum Plokk á Íslandi sem snýst um að tína upp rusl á förn­um vegi á meðan gengið er eða skokkað. Þau verða með hreinsunarstarf á Degi Jarðar sunnudaginn 22. apríl. Landvernd er með hreinsunarstarf undir heitinu Hreinsum Ísland sem hefst á Degi umhverfisins 25. apríl. Þau vekja athygli á þeim hættum sem fylgja plastmengun í hafi og hvetur fólk til að skipuleggja sína eigin hreinsun og taka almennt þátt í að minnka notkun einnota plastumbúða. Þar er hægt að skrá hópa. Einnig má nefna magnað starf hjá Bláa hernum, Rusl í Reykjavík og fleiri fyrirmyndaraðila.

Reykjavíkurborg leggur því sérstaka áhersla á dagana 24.-29. apríl að þessu sinni og laugardaginn 28. apríl verða þrjár hverfastöðvar Reykjavíkurborgar opnar, á NjarðargötuStórhöfða og í Jafnaseli. Einnig verða pallbílar á ferðinni. Veittar eru upplýsingar og ruslapokar verða afgreiddir í síma 411 8420 (Njarðagötu) og 411 8440 (Jafnaseli). Þá má fá ruslapoka í hverfastöðinni á Stórhöfða fyrir almennt rusl en ekki garðúrgang.

Hvernig er best að bera sig að?

Íbúar mega skilja eftir rusl á völdum svæðum, sem starfsfólk hverfastöðvanna sér svo um að koma í Sorpu. Hægt er að  láta vita af uppsöfnun á rusli með því að senda inn ábendingu á ábendingarvef okkar eða skilja eftir skilaboð á facebook síðunni Hreinsum saman Eins má láta vita af ruslapokum hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar síma 411-1111 á virkum dögum.

Forsvarsmenn fyrirtækja eru hvattir til að finna tíma fyrir starfsfólk til að tína rusl á völdum svæðum og koma ruslinu í Sorpu. Ef það finnast sprautunálar og önnur hættuleg efni í borgarlandinu eru íbúar hvattir til að láta vita af því, starfmenn hverfastöðvanna eiga réttan útbúnað til farga því með öruggum hætti.

Ýmsar starfsstöðvar Reykjavíkurborgar munu ekki láta sitt eftir liggja. Starfsfólk Ráðhússins 

Eldhugar í umhverfismálum

Veitt verður viðurkenning í umhverfismálum á hreinsunardögunum 2018 undir heitinu Eldhugar í umhverfismálum. Árið 2016 fengu umhverfissinnar af yngri kynslóðinni viðurkenningu borgarstjóra og árið 2017 voru það umhverfissinnar af eldri kynslóðinni sem nefnast Korpúlfar. Spennandi verður að sjá hverjir fá viðurkenningu núna.

Skráningarsíða

Hægt er að mæla sér mót og skrá sig, fyrir þá sem það vilja, og velja opið leiksvæði og nágrenni á sérstakri skráningarsíðu. Öll opin leiksvæði eru skráð inn á https://reykjavik.is/hreinsumsaman og auðvelt er að velja sér afmarkaðan stað á korti. Þeir sem vilja geta fengið ruslapoka á hverfastöðvum Reykjavíkurborgar á Njarðargötu, við Jafnasel og Stórhöfða á laugardeginum 28. apríl eða dagana á undan. Húsfélög eru hvött til að taka saman höndum og hvetja íbúa til að taka þátt.

Tenglar

Evrópskir hreinsunardagar

Hreinsum saman – viðburður

Hreinsum saman – skráning

Ábendingarvefurinn

Hreinsum saman - facebooksíða

#hreinsumsaman