Borgarstjóri veitir ungum eldhugum í umhverfismálum viðurkenningu

Umhverfi Framkvæmdir

""
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók þátt í hreinsunarátaki í dag ásamt starfsfólki ráðhúss Reykjavíkur og hirti upp rusl og tók til í nágrenni við ráðhúsið. Hann notaði tilefnið og heiðraði nokkra unga eldhuga í umhverfismálum sem hafa meðal annars komið á fund til hans og staðið fyrir hreinsunarátaki á eigin vegum í nágrenni sínu. 
Nú stendur yfir evrópsk hreinsunarvika sem Reykjavíkurborg tekur þátt í undir yfirskriftinni Hreinsum saman, tökum þátt og tínum rusl.  Borgarbúar hafa verið að skrá sig til leiks og fyrirtæki að birta upplýsingar um dugnað starfsfólks við að tína rusl umhverfis fyrirtækin.
 
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók þátt í átakinu í dag ásamt starfsfólki ráðhúss Reykjavíkur og hirti upp rusl í nágrenni við ráðhúsið og veiddi upp rusl úr Tjörninni.  Hann notaði tilefnið og heiðraði nokkra unga eldhuga í umhverfismálum sem hafa meðal annars komið á fund til hans og staðið fyrir hreinsunarátaki á eigin vegum í nágrenni sínu. Hann afhenti þeim viðurkenningarskjal og skráningu á eitt sumarnámskeið í þakkarskyni. 

Börnin sem fengu viðurkenningar í dag heita Þorgerður Þorkelsdóttir, Fjóla Ösp Baldursdóttir, Hekla Soffía Gunnarsdóttir, Freyja Dís Gunnarsdóttir og  Erna Þórey Sigurðardóttir en þær stóðu fyrir hreinsunarátaki í hverfinu sínu í Árbæ.

Ilmur Kristjánsdóttir kom á fund borgarstjóra og ræddi um hvernig fegra mætti borgina og  Kári Pálsson líka en hann hefur verið mjög duglegur að ryðja snjó og sópa göturnar í hverfinu sínu í vesturbænum.

Borgarstjóri sagði að það væri ekki síst fyrir eldhuga eins og þau að farið er í hreinsunarátak í borginni. „ Það er ómetanlegt að eiga svona frumkvöðla eins og ykkur sem eru svona góðar fyrirmyndir og ég á von á því að krakkar, fjölskyldur og fólk í öllum hverfum muni taka þátt í átakinu næstu daga og fegra borgina okkar. Takk fyrir.“

Hápunktur vikunnar er á laugardaginn  kemur þann 7. maí, en þá geta borgarbúar skráð sig á valin opin leiksvæði og nágrenni til að tína rusl. Starfsfólk borgarinnar sækir pokana á opnu leiksvæðin eftir helgina.

Reykjavíkurborg vill hvetja alla sem eiga þess kost að hreinsa saman, taka þátt og tína rusl. Borgarstarfsmenn hafa stokkið í leiðangra í vikunni í leit að rusli og munu halda því áfram næstu daga. Allar upplýsingar um þetta starf má finna á slóðinni Hreinsum saman síðunni og á Facebook síðunni