HafnarHaus fyrir skapandi fólk og fyrirtæki

Fólk vinnur við skrifborð

Í Hafnarhúsi hefur gamalt skrifstofurými fengið nýtt hlutverk og þar er ætlunin að byggja upp skapandi samfélag. „Við viljum ekki bara segja að við séum samfélag, heldur að fólk upplifi að það sé hluti af samfélagi,“ segir René Boonekamp, sem er einn af gestgjöfum í HafnarHaus, sem hóf starfsemi síðla sumars í fyrra. Hann segir að nú þegar sé sýnilegur árangur. „Við sjáum nú þegar að fólk sem ekki þekktist áður er farið að vinna að verkefnum saman.“

Við litum við í HafnarHaus í tengslum við Athafnaborgina 2023 – kynningarfund um uppbyggingu innviða og atvinnulífs. Hér að neðan er viðtal sem við áttum við René.

René segir að verkefnið hafi hafist fyrir um tveimur árum síðan þegar hann hitti Halla - Harald Þorleifsson. „Við vorum báðir að velta fyrir okkur hvers vegna ekki væri staður á Íslandi þar sem skapandi fólk og fyrirtæki væru saman undir einu þaki“.

Rýmið er um 3.000 fermetrar og um 90 herbergi sem nýtast með ýmsum hætti. Nú hafa um sjötíu skapandi einstaklingar komið sér fyrir og René segir að þau reyni að skapa lifandi stemningu í húsinu og gæta þess að það sé hæfileg blanda allra greina.

Hópurinn sem stendur að HafnarHaus leigir af Reykjavíkurborg og framleigir til notenda.

Tengt efni: