Góður gangur í sorphirðunni

Sorphirða Umhverfi

Nýr sorphirðubíll

Sorphirða í Reykjavík gengur betur í þessari viku heldur en undanfarið, hirðubílum hefur fjölgað og fleiri eru við störf. Það er því góður gangur í hirðunni.

  • Hirða á blönduðu sorpi og matarafgöngum er á áætlun - með tveggja vikna hirðutíðni.
  • Að öllum líkindum verður hirðu lokið á pappír og plasti í Grafarvogi 17. ágúst og hefst þá hirða á pappír og plasti í Vesturbæ.
  • Vonast er til að hirðutíðni á pappír og plasti verði komin á áætlun eftir tvær vikur - með tveggja vikna hirðutíðni.
  • Sorphirðubílum við hirðu á pappír og plasti hefur fjölgað um um þrjá og því gengur vel að vinna upp þær tafir sem orðið hafa.

Íbúar eru áfram hvattir sérstaklega til að ganga vel um tunnur undir pappír og plast og brjóta vel saman umbúðir svo þær rúmist betur í tunnunum. Gott er að fara með stærri umbúðir á endurvinnslustöðvar.

Upplýsingar um framgang hirðunnar má finna á vefsíðu fyrir sorphirðudagatal í Reykjavík.