Gengu um Miðborgina í blíðskaparveðri

Stjórnsýsla Mannréttindi

""

Borgarstjóri og nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu fóru í vettvangsferð um miðborgina í morgun.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri átti sinn fyrsta fund með Höllu Bergþóru Björnsdóttur nýjum lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Eftir fundinn gengu þau um miðborgina sem er það svæði á höfuðborgarsvæðinu sem flest verkefni lögreglunnar eru.

Reykjavíkurborg á jafnan í góðu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og hittast borgarstjóri og lögreglustjórinn reglulega á fundum til að fara yfir öryggis- og löggæslumál í Reykjavík. Samstarfsverkefni borgarinnar og lögreglunnar eru fjölmörg. Til dæmis eru lögreglan, borgin og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í samstarfi um örugga og ofbeldislausa skemmtistaði og verkefnið Saman gegn ofbeldi til að stemma stigu við heimilisofbeldi.

Þá á sér stað umfangsmikið samstarf um fjölmarga viðburði af öllum stærðum og gerðum, s.s. Menningarnótt og Pride. Þá hefur ofbeldisvarnarverkefni lögreglunnar og borgarinnar í Bjarkarhlíð vakið mikla athygli.

Með í för var Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.