Gatna- og stígagerð í Skógarhlíð

Framkvæmdir

Skógarhlíð

Gerð göngu- og hjólastíga meðfram Skógarhlíð hefjast núna í júní.

Verkið felst í gerð, göngu og hjólaleiðar norðanvert í Skógarhlíðina ásamt endurskipulagningu bílastæða við Skógarhlíð 20 með steyptum stoðveggjum, tengingu stíga á milli Eskihlíðar 14 og 16 og jarðvegsskipt verður undir nýjum stígum og götu.

Veitur koma einnig að þessari framkvæmd en er verkið í aðalatriðum fólgið í lagningu nýrra safnlagna fyrir yfirborðsvatn, gerð nýrra niðurfalla og færslu núverandi niðurfalla, koma fyrir og ganga frá brunnum og tengingum. Háspennustrengur verður lagður í nýja legu. 

Verkið felur einnig í sér að leggja ídráttarrör og jarðstrengi fyrir götulýsingu ásamt því að taka niður og reisa ljósastólpa fyrir götulýsingu.

Skógarhlíðinni verður ekki lokað á meðan framkvæmdum stendur, aðeins þrengd og verður framkvæmt í áföngum. Samráð hefur verið haft við hagaðila á svæðinu.

Framkvæmdasjá: Skógarhlíð