Freyjugarður verðlaunaður fyrir lýsingu
Freyjugarður hlaut verðlaun fyrir lýsingu á árlegu LIT-lýsingarverðlaununum en það er Liska sem hannaði lýsinguna í þessum garði sem tileinkaður er íslenskum skáldkonum. Freyjugarður, sem Reykjavíkurborg lét nýlega endurhanna, er eitt af níu verkefnum sem hlutu verðlaun í flokki lýsingarverkefna í landslagsarkitektúr en landslagsarkitektúr garðsins var í höndum Landmótunar.
Vinningshafar voru valdir af 35 manna dómnefnd þar sem dómarar hafa mismunandi bakgrunn tengdan lýsingargeiranum. Alls voru innsend verkefni rúmlega 800 talsins frá 58 löndum.
Freyjugarður er rósagarður að franskri fyrirmynd með samtals fimm stöndum með tíu ljóðum eftir fimm íslenskar núlifandi skáldkonur en Sigurbjörg Þrastardóttir er fyrsti ritstjóri ljóðanna í garðinum. Elías Rúni hannaði skiltin en til viðbótar er áberandi í garðinum skemmtilegt vegglistaverk unnið af Narfa Þorsteinssyni.
Innilega til hamingju öll!
- Skoða fleiri myndir á Facebook Reykjavíkur
- Slóð á verkefnið á síðu LIT-verðlaunanna
- Skoða verkefni úr öllum flokkunum
- Lesa meira um Freyjugarð