Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2024

Fegrunarviðurkenning 2023

Nú er hægt að senda inn tilnefningar og ábendingar fyrir fegrunarviðurkenningar 2024.

Árlega veitir Reykjavíkurborg viðurkenningar fyrir vandaðar endurbætur á eldri húsum og fyrir lóðir þjónustu-, stofnana- og fjölbýlishúsa sem þykja til fyrirmyndar.

Einnig eru veittar viðurkenningar fyrir útisvæði við verslunar- og þjónustuhúsnæði sem eru skemmtilega útfærð og nýtt yfir sumartímann.

Óskað eftir ábendingum

Óskað er eftir ábendingum um hús og lóðir sem verðskulda fegrunarviðurkenningu í ár. Valið verður í höndum starfshóps sem skipaður er fulltrúum frá umhverfis- og skipulagssviði og Borgarsögusafni.

Ábendingar skulu sendar inn með tölvupósti merktum: Fegrunarviðurkenningar 2024, á skipulag@reykjavik.is í síðasta lagi þann 30. júní 2024.