Drög að deiliskipulag fyrir Vogabyggð 3 kynnt

Skipulagsmál

Kynning á Vogabyggð 3

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar kynnti í liðinni viku tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Vogabyggð 3 sem hefur verið í auglýsingu frá 22. desember. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til og með 28. febrúar 2023

Kynningarfundurinn var haldinn í Borgartúni 14 og vel sóttur en þó er vitað að ekki voru fyrir hendi upplýsingar um alla hagsmunaaðila. Hægt er að bæta úr því með öðrum fundi ef óskað er. Boðað var til fundarins með bréfi um leið og uppdráttur var auglýstur en jafnfram var sent fundarboði í tölvupósti.

Fundurinn var vel sóttur. Fundargestir fengu góðan tíma til að spyrja og koma með athugasemdir en mikilvægt er að senda þær inn skriflega í tölvupósti skipulag@reykjavik.is eða til umhverfis- og skipulagssviðs – skipulagsfulltrúi, merkt Vogabyggð 3 á heimilisfangið Borgartún 12-14, 105 Reykjavík.

Dagskrá fundar

Forsaga deiliskipulags - Borghildur Sturludóttir, deildarstjóri skrifstofu skipulagsfulltrúa

Kynning á nýju deiliskipulagi - Hildur Gunnlaugsdóttir og Bjarki Gunnar Halldórsson, arkitektar JVST

Afgreiðsluferli nýs deiliskipulags - Sigríður Maack, verkefnastjóri hjá skipulagsfulltrúa

Umræða og fyrirspurnir - höfundar deiliskipulags og sérfræðingar hjá Reykjavíkurborg  svöruðu spurningum fundargesta, m.a. Bjarni Rúnar Ingvarsson hjá samgöngustjóra og Ívar Örn Ívarsson, lögfræðingur hjá atvinnuþróun og borgar. Gunnar Hersveinn var fundarstjóri.

Tengill: Skipulag í kynning Vogabyggð 3 í auglýsingu

Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til og með 28. febrúar 2023. Netfang fyrir athugasemdir skipulag@reykjavik.is. Einungis er tekið við skriflegum athugasemdum

Hvað gerist næst?

Athugasemdir og svör verða kynnt umhverfis- og skipulagsráði sem tekur ákvörðun um afgreiðslu. Athugasemdir og svör verða send öllum hagsmunaaðilum