Byggingarlóðir í Vesturbugt boðnar út á ný

Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík

Byggingarréttur fyrir allt að 177 íbúðir í hjarta borgarinnar við gömlu höfnina í Reykjavík hefur verið boðinn út og er tilboðsfrestur til 5. júlí nk.  Auk íbúða nær byggingarrétturinn einnig til atvinnu- og þjónustuhúsnæðis. 

Hönnunarmynd af svæðinu

Í auglýsingu á vef Reykjavíkurborgar má sjá hvernig skipting er milli íbúðarhúsnæðis, atvinnu- og þjónustuhúsnæðis, auk kjallararýmis. Félagsbústaðir eiga kauprétt á 7 íbúðum á hvorri lóð. 

Hlésgata 1

Á Hlésgötu 1 er heimilt að byggja allt að 110 íbúðir í 2-5 hæða í húsum. Heildarbyggingarmagn á lóðinni er 17.120 fermetrar.  

Hlésgata 2

Á Hlésgötu 2 er heimilt að byggja allt að 67 íbúðir í 2-4 hæða í húsum. Heildarbyggingarmagn þeirrar lóðar er 10.368 fermetrar. 
(Hönnunarmyndir: ALARK arkitektar ehf.)

Fyrri samningi um byggingarrétt í Vesturbugt var rift vegna þess að framkvæmdir drógust úr hófi fram. Í framhaldi af riftun samninga voru gerðar minniháttar breytingar frá fyrra deiliskipulagi m.a. að tvískipta lóðinni. Bjóðendur hafa nú val um bjóða í aðra lóðina eða báðar. 

Gamla höfnin í Reykjavík

Horft yfir hafnarsvæðið. Ljósmyndir: Reykjavíkurborg

Tengt efni: