Brúntunnu dreift í Hamrahverfi um helgina

Umhverfi

""

Nýju brúntunnunni fyrir söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi verður dreift í Hamrahverfi í Grafarvogi um helgina. Einnig verður litlu söfnunaríláti til að nota í eldhúsi dreift til allra heimila sem og maíspokum til að nota fyrstu vikurnar. 

Brúntunnan verður tæmd í fyrsta sinn í seinni hluta næstu viku, samhliða tæmingu á grátunnunni.

Hér má lesa sér til um brúntunnuna og hvað má fara í hana. Þarna eru líka upplýsingar á ensku og pólsku.

Hér er hægt að lesa frétt um tilraunaverkefnið.