Breyttur opnunartími í þjónustuveri borgarinnar

Starfsfólk þjónustuvers tekur vel á móti öllum sem þangað leita.
Starfsfólk þjónustuvers hópmynd, tekin í Borgartúni, innandyra.

Opnunartími þjónustuvers Reykjavíkurborgar mun breytast fyrsta febrúar. Breytingin felur í sér að á föstudögum verður þjónustuveri í Ráðhúsi lokað kl. 13 og þjónustuveri á Höfðatorgi  kl. 14.30. Einnig verður lokað í síma og í netspjalli á þessum tíma.

Borgarráð og borgarstjórn samþykktu tillögu þessa efnis undir lok síðasta árs ásamt yfir hundrað öðrum hagræðingar- og umbótatillögum. Greiningar á þjónustuveitingu benda til þess að breytingin muni ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi í húsunum og vonast er til að hún valdi starfsfólki og gestum sem minnstum óþægindum. 

Símanúmer þjónustuvers er 411-1111 og netfangið er upplysingar@reykjavik.is. Vert er að minna á ábendingavef borgarinnar, þar sem senda má inn ábendingar um hvað sem er, til að mynda ef eitthvað má betur fara í borgarlandinu eða í þjónustu borgarinnar. Þá má á íbúalýðræðisvef Reykjavíkurborgar kynna sér fjölbreyttar leiðir til að hafa samband og taka þátt.