Tökum þátt og tínum rusl

Reykjavíkurborg hefur umsjón með hreinsun borgarinnar en þátttaka borgarbúa í verkefninu er feikilega mikilvæg.

  • Í sameiginlegu átaki getum við bætt ásýnd borgarinnar okkar og aukið ánægju innlendra og erlendra gesta sem sækja Reykjavík heim.

  • Evrópsk hreinsunarvika stendur yfir dagana 2.-7. maí. Við hvetjum ykkur ágætu borgarbúar til að taka þátt í vikunni, sem lýkur með almennri þátttöku á laugardeginum.

  • Ekki missa af þessu góða tækifæri til að til að fegra borgina okkar.

 

Íbúar skrá sig hér

Lögð er áhersla á opin leiksvæði í borgarlandinu.
Hægt er að fá ruslapoka á hverfastöðvum Reykjavíkurborgar á Njarðargötu, við Jafnasel og Stórhöfða á laugardeginum eða dagana á undan.
Ruslapokar verða svo hirtir af leiksvæðum af starfsmönnum hverfastöðva borgarinnar við Jafnasel, eða Njarðargötu.
Gangi ykkur vel og látið vita hvernig gengur #hreinsumsaman.

Fyrirtæki skrá sig hér

Rekstraraðilar eru hvattir sérstaklega til að fegra nærumhverfi sitt.
Ruslapokar standa til boða á hverfastöðvum Reykjavíkurborgar á Njarðargötu, við Jafnasel og Stórhöfða á laugardeginum eða dagana á undan.
Öll skráð fyrirtæki fá almennt viðurkenningarskjal frá borgarstjóra fyrir þátttöku í verkefninu.
Gangi ykkur vel og látið vita hvernig gengur #hreinsumsaman.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =