Tökum þátt og tínum rusl

Reykjavíkurborg hefur umsjón með hreinsun borgarinnar en þátttaka borgarbúa í verkefninu er feikilega mikilvæg.

  • Í sameiginlegu átaki getum við bætt ásýnd borgarinnar okkar og aukið ánægju innlendra og erlendra gesta sem sækja Reykjavík heim.

  • Evrópsk hreinsunarvika stendur yfir dagana 2.-7. maí. Við hvetjum ykkur ágætu borgarbúar til að taka þátt í vikunni, sem lýkur með almennri þátttöku á laugardeginum.

  • Ekki missa af þessu góða tækifæri til að til að fegra borgina okkar.

 

Íbúar skrá sig hér

Lögð er áhersla á opin leiksvæði í borgarlandinu.
Hægt er að fá ruslapoka á hverfastöðvum Reykjavíkurborgar á Njarðargötu, við Jafnasel og Stórhöfða á laugardeginum eða dagana á undan.
Ruslapokar verða svo hirtir af leiksvæðum af starfsmönnum hverfastöðva borgarinnar við Jafnasel, eða Njarðargötu.
Gangi ykkur vel og látið vita hvernig gengur #hreinsumsaman.

Fyrirtæki skrá sig hér

Rekstraraðilar eru hvattir sérstaklega til að fegra nærumhverfi sitt.
Ruslapokar standa til boða á hverfastöðvum Reykjavíkurborgar á Njarðargötu, við Jafnasel og Stórhöfða á laugardeginum eða dagana á undan.
Öll skráð fyrirtæki fá almennt viðurkenningarskjal frá borgarstjóra fyrir þátttöku í verkefninu.
Gangi ykkur vel og látið vita hvernig gengur #hreinsumsaman.

Skráðir íbúar

Jóna Guðný Eyjólfsdóttir

Ólafsgeisli 75
Hreint Grafarholt 2017!

Gunnar Hersveinn

Öldugata 21
Hreinsum Reykjavík saman - allir saman nú!

Einar

Laufengi 27
Tek Víkurveginn á laugardaginn kl. 14. Skil ruslið eftir við hringtorgið

Þórdís V. Þórhallsdóttir

Melhagi 15
Jæja Melhagabúar... tökum þetta í nefið.

Ruslatínarafélag Hlíða..c/o Hafliði Vilhelmsson

Bólstaðarhlíð
Tína meira rusl en týna

Skráð fyrirtæki

Leikskólinn Brákarborg

Margar hendur vinna létt verk. Borgin er á ábyrgð okkar allra, hjálpumst að við að gera hana fallegri og hreinni!

Frístundaheimilið Glaðheimar

Ungum umhverfissinnum er annt um náttúruna og vilja leggja sitt af mörkum til að halda hverfinu og borginni fallegri!

Leikskólinn Brákarborg

Margar hendur vinna létt verk

Frístundaheimilið Krakkakot

Hér ríkir mikill vilji til að halda umhverfinu okkar hreinu og tökum við því þátt með bros á vör og hvetjum fleiri til að taka þátt :)

Farfuglar

Starfsfólk Farfugla ætlar að taka til á lóð Farfuglaheimilisins Sundlaugavegi 34 og öllu Tjaldsvæðinu í Laugardalnum um helgina. Við bjóðum einnig gestum okkar að taka þátt í því að fegra umhverfið og undirbúa sumarið. Nágrannar eru meira en velkomnir að slást í hópinn. Mæting frá kl 10:00 á palli Farfuglaheimilisins. Við slúttum með grilli fyrir framan þjónustuhúsið; fyrsta grilli sumarins og ekki því síðasta.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 7 =