Athafnaborgin – kynning á uppbyggingu innviða og atvinnulífs

Kona á gangi í fyrirtæki.

Árviss kynningar- og umræðufundur borgarstjóra um það sem er á döfinni í uppbyggingu atvinnuhúsnæðis og atvinnutækifæra í Reykjavík verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, föstudaginn 24. maí kl. 9 – 11. Boðið upp á morgunhressingu frá kl. 8.30.

Farið verður yfir þróun á helstu atvinnusvæðum og þekkingarkjörnum í borginni. Stór  uppbyggingarverkefni hjá fyrirtækjum og innviðaverkefni opinberra aðila. Ferðaþjónustunni verða gerð góð skil, sem og samstarfi rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur. 

Fjölbreytt dagskrá

Dagskráin er fjölbreytt og lífleg. Henni er skipt upp í þrjú þemu og áhersla lögð á snarpar kynningar fyrirlesara. 

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, er gestgjafi fundarins. Hann opnar fundinn og  kynnir þemu fundarins sem urðu fyrir valinu í ár. 

Atvinnusvæði  og þekkingarkjarnar

  • Uppbygging í þágu atvinnulífs   | Einar Þorsteinsson, borgarstjóri
  • Þróun á lykilatvinnusvæðum  | Óli Örn Eiríksson, teymisstjóri atvinnu og borgarþróunar 
  • Uppbygging Vísindagarða HÍ  | Þórey Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands 
  • Esjumelar – atvinnusvæði í uppbyggingu  | Myndband
  • Miðborgin í sóknarhug | Róbert Aron Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgin Reykjavík – markaðsfélag    
  • Góð nýting verslunar- og þjónusturýma í miðborginni  | Hulda Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri atvinnu og borgarþróun

Ferðaþjónusta, verslun og nýsköpun 

  • Velkomin til Reykjavíkur  | Einar Þorsteinsson, borgarstjóri 
  • Hóteluppbygging í Reykjavík  | Kamma Thordarson, verkefnastjóri í atvinnu- og borgarþróun
  • Í samstarfi og sókn fyrir eftirsóknarverðan áfangastað | Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins  
  • Hittumst! Innlit á ferðasýningu ferðaþjónustuaðila | Myndband
  • Nýir tímar í móttöku skemmtiferðaskipa | Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður stjórnar Faxaflóahafna
  • Vistkerfi nýsköpunar – innlit í Gróðurhúsið  | Hulda Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri atvinnu og borgarþróun 
  • Staldraðu við – Nýr almenningsmarkaður í Reykjavík | Hilmar Hildar Magnúsar, verkefnastjóri í atvinnu- og borgarþróun 

Höfuðstöðvar og innviðir

  • Mikilvæg innviðauppbygging  | Einar Þorsteinsson, borgarstjóri 
  • Uppbygging innviða Alvotech á Íslandi  | Jóhann G. Jóhannsson meðstofnandi og stjórnandi hjá Alvotech  
  • Stokkar og jarðgöng í Reykjavík  | Kristján Árni Kristjánsson verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar 
  • Borgarlínan og Alda | Ásdís Kristinsdóttir forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu 

 

Fundurinn verður sendur út á vef Reykjavíkurborgar - reykjavik.is/athafnaborgin-2024 og þar verður upptaka og kynningar fyrirlesara aðgengilegar að fundi loknum.