Yfir 100.000 hjólandi á Suðurlandsbraut á þessu ári

Hjólateljarinn er staðsettur við Suðurlandsbraut, áður en komið er að gatnamótunum við Kringlumýrarbraut þegar haldið er í vesturátt. Mynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson
Gatnamót, hjólastígar, götur, hús og gróður

Hjólateljarinn við Suðurlandsbraut fór fyrir helgi yfir 100.000 hjólandi, sem er sex dögum fyrr en í fyrra. Mælirinn er staðsettur til móts við Nordica og er nokkuð áberandi þeim sem þarna fara um, og er jafnframt fyrsti hjólateljarinn sem settur var upp í Reykjavík.

Hann fór í fyrsta sinn yfir 100.000 hjólandi árið 2012 en þá náðist sá áfangi um miðjan nóvember en í ár var þessi dagsetning 2. október.

maður á hjóli, stígur og gróður