Vetrarþjónustan um helgina

Vetrarþjónustan hefur gengið vel í borginni yfir helgina en töluvert hefur snjóað síðustu sólarhringa. Unnið er eftir hefðbundnum verkferlum bæði á götum og stígum og kerfið hefur verið ágætlega greiðfært. Þó gæti verið að í þrengri götum og stígum sé færðin erfiðari.
Byrjað í húsagötum í dag
Vetrarþjónustuteymið hóf vinnu við ruðning í húsagötum í morgun, sunnudag, og reiknað er með að það verkefni verði í gangi næstu tvo til þrjá daga. Þegar því verkefni er lokið verður farið í að breikka og laga til en vinnan fer líka eftir veðurspá næstu daga.