Verklagsreglur vegna starfsemi stöðvalausra hjóla- og smáfarartækjaleiga
Uppfærsla á verklagsreglum vegna starfsemi stöðvalausra hjóla- og smáfarartækjaleiga í borgarlandi Reykjavíkur er nú aðgengileg í samráðsgátt Reykjavíkurborgar
Borgarbúum og öðrum hagaðilum gefst nú færi á að koma á framfæri ábendingum varðandi drög að verklagsreglum fyrir starfssemi sem flestir þekkja sem rafhlaupahjólaleigur. Um er að ræða uppfærslu á núgildandi verklagsreglum sem eru frá 2019.
Stöðvalausar smáfarartækjaleigur, hlaupahjólaleigur starfa eftir reglunum sem settar voru fyrir sex árum. Tímabært er því með hliðsjón af reynslunni, að endurskoða reglunar. Þær breytingar sem birtast í þessum drögum snúa að mestu leiti að því að skýrar kröfur til rekstaraðila um að fylgja því eftir að tækjunum sé ekki lagt þannig að þau skapi hættu eða óþægindum fyrir aðra vegfarendur.
Íbúar Reykjavíkur og aðrir hagaðilar eru hvattir til að senda inn ábendingar við meðfylgjandi drög að uppfærðum verklagsreglum.
Til að einfalda úrvinnslu er óskað eftir því að við skil á ábendingum sem varða einstakar greinar sé vísað í viðkomandi grein verklagsreglnanna og gerð sé, í þeim tilvikum sem það á við, tillaga að textaviðbótum eða breytingum. Umhverfis- og skipulagsráð tekur endanlega ákvörðun um verklagsreglur vegna starfsemi stöðvalausra hjóla- og smáfarartækjaleiga á borgarlandi Reykjavíkur.
Helstu hagaðilar eru íbúar Reykjavíkur, Landssamtök hjólreiðamanna (LHM): Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ), Hopp hf og Bolt hf
Hægt er að skila áliti í samráðsgáttina til 15. ágúst 2025.