Upptaka frá Borgarlínufundi

Borgarlínan

Fundurinn var vel sóttur og gestir áhugasamir um málefnið. Einar Þorsteinsson borgarstjóri opnaði fundinn. Mynd/Róbert Reynisson
Yfirlitsmynd yfir þéttsetinn fundarsal.

Fjölsóttur kynningarfundur vegna Borgarlínu fór fram í Ráðhúsinu í Reykjavík í gær. Fundurinn fór vel fram og tóku gestir vel í erindin og sýndu áhuga á efninu en til umfjöllunar var fyrsta lota Borgarlínu, sem liggur á milli Ártúnshöfða og Hamraborgar. Tilefni fundarins var kynning á umhverfismatsskýrslu þessarar fyrstu lotu en einnig voru kynntar tillögur að rammahluta aðalskipulags og rætt almennt um þetta mikilvæga verkefni. Upptaka af fundinum hefur nú verið gerð aðgengileg á vef.

Tilefni fundarins var kynning á umhverfismatsskýrslu þessarar fyrstu lotu en einnig voru kynntar tillögur að rammahluta aðalskipulags og rætt almennt um þetta mikilvæga verkefni. Upptaka af fundinum hefur nú verið gerð aðgengileg á vef.

Erindin voru í þessari röð:

  • Einar Þorsteinsson borgarstjóri opnaði fundinn
  • Borgarlínan sett í samhengi – Atli Björn Levy, forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu
  • Kynning á aðalskipulagi – Stefán Gunnar Thors frá VSÓ ráðgjöf
  • Kynning á umhverfismati – Rúnar Dýrmundur Bjarnason frá COWI
  • Ávarp – Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs
  • Spurningar og umræður

Fundarstjóri var Gunnar Hersveinn.

Eftir fundinn gafst fundargestum tækifæri til að ræða hina ýmsu sérfræðinga um það sem þeim lá á hjarta varðandi Borgarlínuna. Einnig voru til taks spjaldtölvur þar sem hægt var að kynna sér gögnin.

Aðgengilegt í Skipulagsgáttinni

Umhverfismatsskýrslan og skipulagstillögurnar eru aðgengilegar í Skipulagsgáttinni þar sem öll geta kynnt sér gögnin og veitt umsögn en gögnin voru sett inn í nóvember. Athugasemdafrestur er til 25. janúar 2025.

Með Borgarlínunni verður til nýtt almenningssamgöngukerfi sem bindur borgina og nágrannasveitarfélög betur saman, með betri lífsgæðum og einfaldara lífi fyrir borgarbúa. Með henni styrkjum við innviði, gerum góða borg ennþá betri og tökum nauðsynleg skref í loftslagsmálum og í átt að betri lýðheilsu.