Uppbygging fjölnotahúss á Veðurstofuhæð

Veðurstofuhæð

Byggingarréttur. Undirbúningur að áhugaverði uppbygging á Veðurstofuhæð er kominn á gott skrið, en á svæðinu er gert ráð fyrir um 200 íbúðum í umhverfisvænu umhverfi. Innan hverfisins er gert ráð fyrir fjölnotahúsi með bílastæðum og möguleikum fyrir verslun og þjónustu. Leitað er að samstarfsaðila til að hanna, byggja og reka slíkt fjölnotahús. 

Haldin verður kynning  n.k. mánudag fyrir áhugasama aðila.  Í framhaldi af fundinum mun Reykjavíkurborg auglýsa eftir kauptilboðum í byggingarrétt fyrir fjölnotahúsið á lóðinni.  Ekki verður um hefðbundna úthlutun á byggingarrétti að ræða heldur verður jafnframt leitað eftir hugmyndum um fyrirhugaða starfsemi á lóðinni, áætlað byggingarmagn, metnað í hönnun,  viðskipta- og rekstrarmódel, teymi verkefnis og fleiri þætti sem nýtast við að meta vænlegustu framtíðarverkefnin.

Fjölnotahús á Veðurstofureit

Fjölnotahús á Veðurstofuhæð verður í útjaðri nýs hverfis.

Nánari upplýsingar um kynningarfundinn og skráningu er að finna í auglýsingu á vef Reykjavíkurborgar: Þróun fjölnotahúss á Veðurstofureit – kauptilboð í byggingarrétt