Unglingadeild Breiðholtsskóla gekk á Esjuna
Nemendur og starfsfólk unglingastigs í Breiðholtsskóla gerðu sér glaðan dag þann 16. september síðastliðinn þegar þau fóru í sameiginlega göngu upp Esjuna í tilefni af degi íslenskrar náttúru. Veðrið lék við þátttakendur og stemningin var einstök og bros og gleði einkenndu daginn frá upphafi til enda.
Ógleymanlegar minningar og góð samvera
Allt unglingastigið ásamt kennurum og öðru starfsfólki lagði af stað upp þetta vinsæla fjall Reykvíkinga. Flest komust upp að Steini og þó að ekki hafi öllum tekist að komast alla leið upp að þá reyndu öll sitt besta og nutu útiverunnar. Eftir gönguna var boðið upp á pylsur og safa sem féll vel í kramið eftir átök dagsins.
Þeir nemendur sem lengst fóru voru sérstaklega ánægðir með að hafa náð að Steini! Dagurinn heppnaðist frábærlega í alla staði og er gott dæmi um hvernig náttúran og samvera geta styrkt skólasamfélagið og skapað ógleymanlegar minningar.