Tröllahvannir í Reykjavík

Tröllahvannir eru stórvaxnar, ágengar plöntur sem taka yfir annan gróður og geta valdið brunasárum. Þess vegna vill Reykjavíkurborg takmarka útbreiðslu þeirra.
Á nýrri upplýsingasíðu á vef Reykjavíkur og í myndbandi er farið yfir hvernig hægt er að þekkja þessar plöntur, hver hættan er og hvernig er best að losna við þær. Þrjár tegundir tröllahvanna finnast í Reykjavík; bjarnarkló, tröllakló og húnakló.