Trjáfellingum lokið í Öskjuhlíð

Reykjavíkurborg hefur nú lokið fellingu þeirra trjáa í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa fór fram á að yrðu felld svo aflétta mætti takmörkunum af flugbraut 13/31 (austur-vestur braut).
Þannig hafa öll þau tré sem samkvæmt mælingum sem Isavia lét gera skaga upp í svokallaðan VSS hindranaflöt verið felld, eða um það bil 1600 tré. Heildarverkinu er þó ekki lokið en einnig þarf að fjarlægja boli og greinar úr skóginum. Þá er hafið ferli við að endurhanna svæðið svo tryggja megi gæði þess sem eins vinsælasta útivistarskógar borgarinnar.