Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2025

Í dag voru tilkynntar tilnefningar vegna Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar í Iðnó.
Skúli Þór Helgason, formaður menningar- og íþróttaráðs veitti tilnefningarnar en alls eru fimm bækur tilnefndar í þremur flokkum.
Tilnefningar eru:
Frumsamin skáldverk
- Mamma sandkaka, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
- Kúkur, piss og prump, Sævar Helgi Bragason
- Stórkostlega sumarnámskeiðið, Tómas Zoëga
- Kasia og Magdalena, Hildur Knútsdóttir
- Kóngsi geimfari, Laufey Arnardóttir
Myndlýsingar
- Matti og Maurún, Laufey Jónsdóttir
- Kúkur, piss og prump, Elías Rúni
- Skrímslaveisla, Áslaug Jónsdóttir
- Tjörnin, Rán Flygenring
- Tumi fer til tunglsins, Lilja Cardew
Þýðingar
- Risaeðlugengið: Leyndarmálið, Sverrir Jakobsson og Æsa Guðrún Bjarnadóttir
- Matti og Maurún, Marco Mancini, Laufey Jónsdóttir, Andreas Guðmundsson Gähwiller
- Kynsegin, Elías Rúni og Mars Proppé
- Lockwood og co: Öskrin frá stiganum, Sólveig Sif Hreiðarsdóttir
- Ég og Milla: Allt í köku, Jón St. Kristjánsson
Í dómnefnd sátu Sigrún Margrét Guðmundsdóttir formaður, skipuð af Reykjavík bókmenntaborg UNESCO, Arngrímur Vídalín, skipaður af Rithöfundasambandi Íslands og Bergrún Adda Pálsdóttir, skipuð af Félagi íslenskra teiknara.
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar verða veitt við hátíðlega athöfn í Höfða, þann 23. apríl og mun Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri afhenda verðlaunin.