Tillaga um nýja endurvinnslustöð SORPU kynnt

Í breytingunni felst að fyrirkomulagi byggingarreits á lóð er breytt ásamt því að byggingarreiturinn er stækkaður og byggingarmagn aukið.
Yfirlitsmynd af endurvinnslustöð

Tillaga um breytingu á deiliskipulagi á svæði við Stekkjarbrekkur og Hallsveg, sunnan Lambhagavegar, var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í síðustu viku. Breytingin tengist lóð nr. 14 og nýrri endurvinnslustöð SORPU bs.

Í breytingunni felst að fyrirkomulagi byggingarreits á lóð er breytt ásamt því að byggingarreiturinn er stækkaður og byggingarmagn aukið. Tillagan er unnin í samræmi við uppdrætti frá Nordic arkitektum.

Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur er svæðið ætlað fyrir rýmisfreka verslun, þjónustu og léttan iðnað. Með breytingunni verður mögulegt að aðlaga skipulagið betur að aukinni umhverfisvænni starfsemi, þar sem áhersla verður lögð á bætta endurvinnsluþjónustu. 

Tillagan verður nú send í auglýsingu og gefst almenningi því kostur á að kynna sér málið vel og koma með athugasemdir ef svo ber undir.