Sundlaugapartý, sirkussmiðja, leikbrúðugerð og margt fleira í boði í vetrarfríinu

Skóli og frístund

Börn sitja við varðeld.

Þau sem ætla að vera í borginni í vetrarfríinu geta haft nóg fyrir stafni því menningarstofnanir borgarinnar og ýmsar starfsstöðvar frístundastarfsins verða með skipulagða dagskrá víðs vegar um borgina.

Fullorðnir fá frítt inn í fylgd barna

Vetrarfrísdagskrá Reykjavíkur er stútfull og fullorðnir fá frítt inn á söfnin og viðburðina í fylgd með börnum þessa vetrarfrísdaga og helgina á undan, 22.- 25. febrúar.

Borgarbókasöfnin, Borgarsögusafnið og Listasafn Reykjavíkur verða með viðburði og sýningar fyrir allan aldur og má til dæmis nefna öskupokasmiðju, leikbrúðugerð, tálgunarnámskeið, lagasmíði, búningaskiptamarkað, ratleiki og fræðsla um ræktun plantna.

Í boði að tálga, syngja, spila badminton og fleira

Frístundamiðstöðvarnar bjóða heim og verður ýmislegt skemmtilegt í boði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Má nefna að boðið verður upp á sirkussmiðju, sundlaugapartý, ratleiki, spil, föndur, útigrill og gleði og margt margt fleira. 

Upptalningin er langt í frá tæmandi og eru borgarbúar hvattir til að fara vel yfir dagskrána og skrá hjá sér því sem þeir vilja ekki missa af. 

Dagskrá - Öllum dagskráliðum hefur verið safnað saman á einn stað þar sem má lesa ítarlegri lýsingar á viðburðum og smiðjum.

Dagskrá plakat