Stafræn umbreyting Reykjavíkurborgar vekur athygli Forbes

Róbert Reynisson
Nærmynd af Reykjavíkurfánum á brúnni við Tjörnina, fánarnir sjálfir og sést í Ráðhúsið í bakgrunni.

Í grein Forbes, "What Every City Can Learn From Reykjavík’s Digital Transformation”, er fjallað um hvernig Reykjavíkurborg hefur náð árangri í stafrænni umbreytingu í þjónustu og stjórnsýslu.

Óskar Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs, fer yfir nálgun borgarinnar í viðtalinu með áherslu á notendamiðaða þjónustu, gagnadrifna ákvarðanatöku og samvinnu milli sviða.

Reykjavíkurborg er stolt af því að deila reynslu sinni og lærdómi með öðrum borgum um heim allan, með það að markmiði að gera þjónustu við borgarbúa einfaldari, skilvirkari og aðgengilegri.

Óskar Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Portrett við gráan vegg.

Óskar Sandholt er sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar.