Sorphirðan í snjónum
Mikil snjókoma hefur haft áhrif á sorphirðu í Reykjavík. Ekki var hægt að hirða sorp frá íbúum í gær vegna ófærðar. Starfsfólk sorphirðu lengdi vinnudag sinn síðastliðinn mánudag þegar ljóst var í hvað stefndi. Vegna þess er sorphirða enn á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Unnið verður næstkomandi laugardag til að mæta hugsanlegum töfum vegna ófærðar í vikunni.
Að störfum í miðborginni og Hlíðahverfi
Sorphirðan vinnur nú að því að hirða almennt sorp og matarleifar í miðborg samkvæmt áætlun. Því næst verða tunnur í Hlíðum tæmdar. Á mánudag var sorphirðan að störfum í Seljahverfi við að tæma pappír og plast. Því verki verður haldið áfram um leið og færi gefst.
Áhersla er lögð á að tæma almennt sorp og matarleifar fyrst þegar þarf að forgangsraða. Búast má við einhverjum töfum á hirðu á pappír og plasti í framhaldinu.
Hreinsum snjó af tunnum og mokum frá
Til að flýta fyrir sorphirðu eru búar eru beðnir að hreinsa snjó af tunnum og moka frá þeim svo hægt sé að sækja sorpið. Einnig þarf að huga að því að moka frá tunnuskýlum og gerðum til að hægt sé að komast að tunnunum.
Munum að:
- Moka snjó frá sorptunnum og gönguleiðum að þeim
- Salta eða sanda gönguleiðir þar sem hálka getur myndast
- Þar sem sorptunnur eru í geymslum fjölbýlishúsa þarf að moka tröppur
- Gæta þarf að því að hægt sé að opna sorpgeymslur hindrunarlaust
- Sjáum til þess að lýsing sé góð
- Alltaf er hægt að taka tunnur úr gerði og færa þær nær götu ef þær eru vel sýnilegar
Við minnum íbúa á að hægt er að fylgjast með sorphirðudagatalinu á vefnum. Einnig eru settar inn tilkynningar á vef Reykjavíkurborgar ef þörf krefur. Takk fyrir!