Skiptiskjólið í vetradvala
Skiptiskjólið í Laugardal fer nú í vetrardvala og opnar aftur næsta sumar.
Reykjavíkurborg tók Skiptiskjólið í notkun í sumar sem vettvang fyrir íbúa til að skiptast á nytjahlutum.
Verkefnið hefur gengið afar vel allt frá opnun, þar sem margir hlutir hafa öðlast nýtt líf á nýjum heimilum. Markmið skiptiskjólsins er að vekja athygli á og styrkja hringrásarhagkerfið og sýna fram á að einföld úrræði geta dregið úr sóun og aukið endurnýtingu.
Þangað til Skiptiskjólið opnar á ný næsta sumar eru íbúar hvattir til að halda áfram að skiptast á hlutum og nýta sér aðra möguleika, svo sem Fríbúðina í Gerðubergi og Góða hirðinn.