Margt er um að vera í borginni á sumardaginn fyrsta á morgun og meðal þeirra sem bjóða upp á dagskrá eru skátafélög og skólahljómsveitir.
Dagskrá skátafélaganna í Reykjavík á sumardaginn fyrsta er eftirfarandi:
Árbúar
- Staðsetning - Árbæjarsafn
- Tímasetning - kl. 12:30-16:00
Dagskrá:
- Skrúðganga frá Árseli kl. 12:30 að Árbæjarsafni
- Skemmtidagskrá á Árbæjarsafni kl. 13:00-16:00
- Kvöldvaka kl. 15:00
- Sölubás
Garðbúar, Landnemar og Skjöldungar
- Staðsetning - Fjölskyldugarður
- Tímasetning - kl. 14:00-17:00
Dagskrá:
- Hoppukastalar
- Sölubás
- Trönubyggingar
- Útieldun
Vogabúar
- Staðsetning - Rimaskóli
- Tímasetning - kl. 13:00-16:00
Dagskrá:
- Hoppukastalar
- Sölubás candy floss
- Sirkus
- Tónlistaratriði frá Döðlurnar
Ægisbúar
- Staðsetning - Skátaheimili Neshaga
- Tímasetning - kl. 11:00-14:00
Dagskrá:
- Hoppukastalar
- Sölubás
Skrúðganga Skólahljómsveitar Vesturbæjar og Miðbæjar ásamt fánaborg skáta
Gengið verður klukkan 11:00 frá Melaskóla og yfir í Vesturbæjarskóla. Áætlað er að gangan hefjist við Melaskóla, gengið um Hagamel, beygt inn Hofsvallagötu og aftur inn Ásvallagötu. Göngunni lýkur klukkan 11.30 við Vesturbæjarskóla þar sem sumarhátíð skólahljómsveitarinnar fer fram.
Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs- og Bústaðahverfi
Bústaðakirkja verður opnuð klukkan 11:00 og verður myndlistarsýning leikskóla hverfisins í anddyri kirkjunnar.
Klukkan 11.30 hefst dagskrá í kirkjunni; Skólahljómsveit Austurbæjar spilar, Ketill Ágústsson flytur tónlistaratriði og Hjalti Guðmundsson, formaður nemendaráðs Réttarholtsskóla, flytur ávarp.
Skrúðganga hefst klukkan 12:00 við anddyri Bústaðakirkju; skátafélagið Garðbúar leiðir gönguna og Skólahljómsveit Austurbæjar spilar undir. Gengið er eftir Bústaðavegi og niður Stjörnugróf að Víkinni, þar sem fjölskylduskemmtun hefst klukkan 12.15.