Samstaða skapar samfélag – Hinsegin dagar 2025

Setning Hinsegin daga við Ráðhús Reykjavíkur í dag.
Setning Hinsegin daga við Ráðhús Reykjavíkur í dag.

Hinsegin dagar 2025 voru settir á göngubrúnni við Ráðhús Reykjavíkur í dag. Setningin markar upphaf einnar litríkustu viðburðarviku ársins, sem státar af fjölbreyttri dagskrá um réttindi, menningu og sýnileika hinsegin fólks. Yfirskrift Hinsegin daga í ár er Samstaða skapar samfélag.

Regnbogafánar dregnir að húni

Helga Haraldsdóttir formaður Hinsegin daga tók fyrst til máls og rifjaði upp söguna og setti formlega hátíðina. Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, flutti stutt ávarp og sagði Reykjavíkurborg vera stoltan styrktaraðila hátíðarinnar. Að setningu lokinni voru regnbogafánar dregnir að húni á flaggstöngunum á göngubrúnni. 

Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, flutti ræðu í bakgrunni er Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, flutti ræðu í bakgrunni er Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga.

Setningin markar upphaf einnar litríkustu og skemmtilegustu viðburðarviku ársins, sem státar af fjölbreyttri dagskrá um réttindi, menningu og sýnileika hinsegin fólks. Yfirskrift Hinsegin daga í ár er Samstaða skapar samfélag.

Í kaupfélaginu í Iðnó má kaupa ýmsan varning.
Í kaupfélaginu í Iðnó má kaupa ýmsan varning.

Fjölbreytt dagskrá með fræðslu og viðburðum verður í gangi á meðan á dagskránni stendur dagana 5. – 9. ágúst. 

Stór Project Pride fáni á gafli Ráðhúss Reykjavíkur.

Í tilefni Hinsegin daga prýðir nú stór regnbogafáni Ráðhús Reykjavíkur, en Reykjavíkurborg er stoltur stuðningsaðili hátíðarinnar sem er ein af borgarhátíðum Reykjavíkur. 

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga

Í gleðigöngunni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.

Frá gleðigöngunni 2024
Frá gleðigöngunni 2024

Gleðigangan 2025 verður gengin laugardaginn 9. ágúst. Gangan fer af stað frá Hallgrímskirkju stundvíslega kl. 14:00. Gengið er þaðan eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi. Gangan endar við gatnamót Fríkirkjuvegar og Skothúsvegar, en atriði halda áfram inn Sóleyjargötu og þaðan inn í Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar taka við.

Gleðilega Hinsegin daga!