Róbert Marshall ráðinn aðstoðarmaður borgarstjóra

Róbert Marshall aðstoðarmaður borgarstjóra
Andlitsmynd af Róberti Marshall

Róbert Marshall hefur tekið við stöðu aðstoðarmanns Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Róbert er fyrrverandi alþingismaður og hefur að baki fjölbreyttan feril í stjórnmálum, fjölmiðlum og fjallaleiðsögn.


 

Róbert var upplýsingafulltrúi rikisstjórnarinnar meginhluta áranna 2020 og 2021 á meðan Covid 19 gekk yfir. Hann starfaði við fjölmiðla um árabil og var aðstoðarmaður samgönguráðherra áður en hann settist á þing árið 2009.

Róbert er fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands og fyrrverandi forstöðumaður fréttasviðs 365. Hann stundaði fiskvinnslu, netagerð og sjómennsku í Vestmannaeyjum og er stúdent frá framhaldsskólanum þar.

Á þingi gegndi hann meðal annars þingflokksformennsku, formennsku í allsherjarnefnd, formennsku í Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og sat í umhverfis- og samgöngunefnd, Þingvallanefnd og Norðurlandaráði.

Róbert hefur störf á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara í dag.