Opnað fyrir umsóknir um sumarliða

""

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir íþrótta- og æskulýðsfélög sem áhuga hafa á að fá ungt fólk á aldrinum 17-25 til starfa á launum frá Reykjavíkurborg.

Íþrótta- og æskulýðsfélög í Reykjavík ráða til sín ungmenni í sumarstörf til að vinna við ýmis námskeið og frístundaúrræði. Félögin sækja um að fá sumarliða, á launum frá Reykjavíkurborg, til starfa hjá sínu félagi til  menningar- og íþróttasviðs. Markmiðið er að fjölga atvinnutækifærum fyrir ungt fólk í Reykjavík og styðja við framkvæmd frístundaúrræða fyrir börn yfir sumartímann.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir þau félög sem áhuga hafa á að fá ungt fólk á aldrinum 17-25 til starfa á launum frá Reykjavíkurborg. Til að sækja um  þarf að fylla út  umsóknareyðublað

Athugið að einungis má senda inn eina umsókn fyrir hvert félag.

Við úthlutun verður horft  til:

  • Verkefna sumarliðanna
  • Umsvifa viðkomandi félags

Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2025.

Umsóknum verður svarað fyrir 24. febrúar næstkomandi.

 Að gefnu tilefni er bent á að það fjármagn sem varið er til sumarliða er fjármagn sem ætlað er atvinnumálum ungs fólks og á því að nýtast til að fjölga störfum fyrir ungt fólk á aldrinum 17-25 ára. 

Ekki er heimilt að ráða sumarliða eldri en 25 ára (fæddur árið 2000 eða síðar).  Viðkomandi sumarliðar þurfa að hafa lögheimili í Reykjavík.

Laun sumarliða eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sameykis og Reykjavíkurborgar og raðast með eftirfarandi hætti:            

Sumarliði 1: 17 ára, lfl. 214

Sumarliði 2: 18 ára og eldri, lfl. 216