Nýtt skólaár grunnskóla Reykjavíkur hafið

Börn á leið í skóla.

Nýtt skólaár hófst í dag með skólasetningu í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Nemendur héldu glaðbeittir í skólana sína ásamt foreldrum þar sem starfsfólk skólanna tók vel á móti þeim.

Í ár munu um 15.700 börn sækja nám í grunnskólum Reykjavíkur, þar af eru um það bil 1500 börn að stíga sín fyrstu skref í grunnskólanum þegar þau hefja nám í 1. bekk. Skólasetning er einn af hátíðisdögum skólanna þar sem nemendur, foreldrar og starfsfólk skólanna kemur saman og markar dagurinn upphaf samstarfs heimilis og skóla fyrir komandi skólaár.