Myndir tíu reykvískra barna valdar í alþjóðlega myndasamkeppni

Borgarstjóri veitti viðurkenningu fyrir bestu myndirnar á friðarráðstefnu.

Friður er börnum og öðrum íbúum heimsins mikið umhugsunarefni. Frá árinu 2023 hafa reykvísk börn fengið tækifæri til að taka þátt í myndlistarsamkeppni grunnskólabarna í aðildarborgum friðarborgarstjóra (Mayors of Peace).

„Hvað er friður fyrir mér?“

Viðfangsefni samkeppninnar var „Hvað er friður fyrir mér?“ (e. What Peace Means to Me).
Á alþjóðlegri friðarráðstefnu í Reykjavík í Veröld, húsi Vigdísar, síðastliðinn föstudag var tilkynnt hvaða verk höfðu verið valin sem framlög Reykjavíkurborgar í þessa alþjóðlegu myndlistarsamkeppni barna. Þar voru myndirnar sýndar og veitti borgarstjóri verðlaun fyrir bestu myndirnar. Sigurmyndirnar fara áfram í alþjóðlegu myndlistarsamkeppnina.

Þátttakendur eru á aldrinum 6–15 ára og búa og/eða sækja nám í Reykjavík. Keppt var í tveimur aldursflokkum: 6–10 ára og 11–15 ára.

Í ár bárust 59 verk frá sjö skólum í Reykjavík.

Sigurmyndir í flokki 11-15 ára:

Mohammad H.S. Albayyouk, nemandi í móttökudeild Seljaskóla gerði þessa mynd af börnum í fótbolta.
Mohammad H.S. Albayyouk, nemandi í móttökudeild Seljaskóla gerði þessa mynd af börnum í fótbolta. Það er friður í hans huga.
Evelyn Auður Atladóttir í 8. bekk Víkurskóla gerði þessa mynd af blómum, fiski og plánetu.
Evelyn Auður Atladóttir í 8. bekk Víkurskóla er höfundur þessarar myndar.
Hákon Jensson í 9. bekk Víkurskóla teiknaði þessa mynd af húsi, trjám og rótum.
Hákon Jensson í 9. bekk Víkurskóla teiknaði þessa mynd.
Maia Charlisse í 9. bekk Foldaskóla er höfundur þessarar myndar. Á myndinni er heimurinn, fólk með fána og kennslustofa.
Maia Charlisse í 9. bekk Foldaskóla er höfundur þessarar myndar.
Myndin er eftir Þórdísi Erlu Þórðardóttur í 9. bekk Víkurskóla. Á myndinni er fjall og ský
Myndin er eftir Þórdísi Erlu Þórðardóttur í 9. bekk Víkurskóla.

Sigurmyndir í flokki 6-10 ára:

Mynd eftir Theodór Ás Heiðarsson 3. bekk Grandaskóla. Myndin er af menneskju í nátturúnni.
Mynd eftir Theodór Ás Heiðarsson í 3. bekk Grandaskóla
Mynd eftir Stefán Helga Helgason 3. bekk Foldaskóla. Myndin er af kennslu í stærðfræði.
Mynd eftir Stefán Helga Helgason 3. bekk Foldaskóla.
Mynd eftir Valentiu Khanh Vy Ho í 3. bekk Foldaskóla. Myndin er að tveimur börnum undir regnboga.
Mynd eftir Valentiu Khanh Vy Ho í 3. bekk Foldaskóla.

 

Mynd eftir Tind Atlason. Mynd úr geimnum.
Mynd eftir Tind Atlason í 3. bekk Grandaskóla.

 

Mynd eftir Söru Mist Sindradóttur 3. bekk Foldaskóla. Myndin er af barni í rúmi með sæng ofan á sér.
Mynd eftir Söru Mist Sindradóttur 3. bekk Foldaskóla.