Myndir tíu reykvískra barna valdar í alþjóðlega myndasamkeppni
Friður er börnum og öðrum íbúum heimsins mikið umhugsunarefni. Frá árinu 2023 hafa reykvísk börn fengið tækifæri til að taka þátt í myndlistarsamkeppni grunnskólabarna í aðildarborgum friðarborgarstjóra (Mayors of Peace).
„Hvað er friður fyrir mér?“
Viðfangsefni samkeppninnar var „Hvað er friður fyrir mér?“ (e. What Peace Means to Me).
Á alþjóðlegri friðarráðstefnu í Reykjavík í Veröld, húsi Vigdísar, síðastliðinn föstudag var tilkynnt hvaða verk höfðu verið valin sem framlög Reykjavíkurborgar í þessa alþjóðlegu myndlistarsamkeppni barna. Þar voru myndirnar sýndar og veitti borgarstjóri verðlaun fyrir bestu myndirnar. Sigurmyndirnar fara áfram í alþjóðlegu myndlistarsamkeppnina.
Þátttakendur eru á aldrinum 6–15 ára og búa og/eða sækja nám í Reykjavík. Keppt var í tveimur aldursflokkum: 6–10 ára og 11–15 ára.
Í ár bárust 59 verk frá sjö skólum í Reykjavík.
Sigurmyndir í flokki 11-15 ára:
Sigurmyndir í flokki 6-10 ára: