Malbikað fyrir 1,2 milljarða

Frá malbikunarframkvæmdum við Lækjargötu. Malbikað verður um alla borg í sumar. Mynd/Róbert Reynisson
Stór tæki að malbika götu

Malbikað verður fyrir milljarð króna í sumar og til viðbótar verður farið í malbiksviðgerðir fyrir 200 milljónir króna. Áætlaður heildarkostnaður er því um 1,2 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja framkvæmdir við fræsun og yfirlagnir í maí og áætlað er að þeim ljúki í september. Malbiksviðgerðir eru unnar allt árið og samhliða fræsun og yfirlögnum.

Borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út malbikunarframkvæmdir ársins á fundi sínum fimmtudaginn 13. mars.

Götur og/eða götukaflar í forgangi

kort af reykjavík

Akurgerði ( Sogavegur - Breiðagerði ) Austurbrún, Álfabakki, Álmgerði ( Stóragerði - Furugerði ) Ásvallagata, Bakkastaðir nr. 1-75 ( Bakkastaðir aðalgata - inn í enda ), Barmahlíð, Barónstígur, Bergstaðastræti, Berjarimi ( Berjarimi nr. 65 - inn í enda ), Bjargarstígur, Borgartún - hringtorg v/Sóltún, Borgavegur – Smárarimatorg, Borgavegur ( Langirimi – Víkurvegur), Borgavegur ( Sóleyjarrimi - Spöng ), Borgavegur/Móavegur, tengivegur Brávallagata nr. 40-50, Breiðagerði ( Mosgerði - Sogavegur ), Breiðhöfði ( Straumur - Bíldshöfði ), Bústaðavegur ( Grensásvegur - Réttarholtsvegur ), Bæjarháls (Rofabær - Höfðabakki ) st. 15 -248, Dvergshöfði (Höfðabakki - Höfðabakki nr. 3), Fannafold nr. 134-156, Fannafold nr. 158-170, Fannafold nr. 225-251 Félagstún, að Höfða, Fjallkonuvegur ( Funafold - Logafold ), Fjallkonuvegur (Logafold - Gagnvegur), Fríkirkjuvegur ( Lækjargata - Fríkirkja ), Frostafold nr. 1-25, Frostafold nr. 40-62 og 165-187 Furugerði ( Álmgerði - Furugerði nr. 7 ), Gamla Hringbraut ( Vatnsmýrarvegur - Laufásvegur ), Golfskálavegur, Grænlandsleið, Gvendargeisli, Helgugrund nr. 1-10 Hellusund, Hesthúsavegur (Víðidalur), Hofsgrund, Hólastekkur (Hamrastekkur), Hverfisgata ( Frakkastígur – Vitastígur)m Hverfisgata ( Ingólfsstræti - Smiðjustígur ), Hverfisgata ( Vatnsstígur - Frakkastígur ), Hverfisgata (Klapparstígur - Vatnsstígur ), Jaðarsel ( Kögursel - Klyfjasel ), Jaðarsel (Kambasel - Útvarpsstöðvarvegur ), Jörfagrund nr. 1-14, Klukkurimi (Langirimi - inn í enda) Korpúlfsstaðavegur (Víkurvegur - Garðastaðir), Kringlan hringur ( Rampur að Miklabraut - suður að hraðahindrun ) Langagerði nr. 30-46, Langagerði nr. 94-112, Laugarnesvegur (Kirkjusandur - Kleppsvegur), Laugateigur (Gullteigur - Reykjavegur), Lindarvað (Bugða - inn í enda), Ljárskógar (10-16, 1-7, 2-8, 9-15), Logafold (116-122, 55-75), Mosavegur (Skólavegur - að þrengingu), Móavegur (Vættarborgir - inn í enda ), Nauthólsvegur (Nauthólsvík - inn í botn ), Norðlingabraut ( Árvað - Helluvað ) st. 3 - 690 Norðurfell (Vesturberg - Eddufell ), Ofanleiti ( Efstaleiti - Neðstaleiti ), Rafstöðvarvegur (rampi frá Vesturlandsvegi - Rafstöðvarvegur nr.1 ) Rauðalækur ( Bugðulækur - Dalbraut ) st. 245 – 558, Reykjavegur - hringtorg við Engjaveg / Sigtún Reykjavegur ( Sundlaugavegur - Kirkjuteigur ) Reykjavegur við Laugardalsvöll, Rofabær / Selásbraut ( Fylkisvegur - Hraunsás) Skeiðarvogur ( Mörkin - Suðurlandsbraut ), Skildingatangi ( Skildinganes - inn í botn ) Skólabrú, ( Lækjargata - Kirkjutorg ) st. 16 – 46, Sogavegur ( Sogavegur nr. 164 - Tunguvegur ), Sogavegur ( Tunguvegur - Sogavegur nr. 224 ), Spöngin ( hringtorg við Mosaveg ), Stangarholt nr. 3-9, Steinagerði ( Breiðagerði - inn í enda ), Stekkjarbakki til Breiðholtsbrautar ( Arnarbakki - Breiðholtsbraut ), Stóragerði ( Brekkugerði - Álmgerði ), Strýtusel (10-22, 1-7, 2-8, 9-15), Suðurgata (Brynjólfsgata – Hringbraut, Suðurgata (Hjarðarhagi - Brynjólfsgata ), Suðurlandsbraut, ( Reykjavegur - Kringlumýrarbraut ) Suðurlandsbraut ( Kringlumýrarbraut - Hallarmúli ), Sæbraut ( gatnamótasvæðið við Faxagötu og akrein til vesturs að Hörpu ), Sævarhöfði, rampi frá Gullinbrú, Teigagerði (Breiðagerði - inn í enda ),Túngata, Urðarbrunnur ( Skyggnisbraut - Úlfarsbraut ), Vesturgata, Vesturhólar ( Haukshólar - Norðurhólar ), Viðarrimi nr. 29-65, Vonarstræti (Lækjargata - Tjarnargata ), Þönglabakki ( Stekkjarbakki – bílakjallara).

5% af gatnakerfinu endurnýjað í ár

Gerð er grein fyrir stöðu og áætlaðri viðhaldsþörf gatna í Reykjavík í minnisblaði Eflu verkfræðistofu sem lagt var fram á fundinum. Þar segir að ástand gatnakerfis Reykjavíkurborgar hafi haldist nokkuð stöðugt undanfarin ár og sé í ásættanlegu ástandi.

  • Hlutfall gatna í góðu ástandi (meira en fimm ár eftir af líftíma) hefur haldist sambærilegt, eða um 58-66% af gatnakerfinu. Hlutfall gatna í slæmu ástandi, þar sem líftími þess er liðinn, hefur farið hægt batnandi síðastliðin ár, úr 15% í 6% nú í janúar, sem er sögulegt lágmark. Hins vegar á tæplega þriðjungur gatnakerfisins um 1-5 ár eftir af líftíma sínum.
  • Áætluð þörf til endurnýjunar slitlaga hefur einnig haldist sambærileg nú í nokkur ár, eða á milli 22- 30 km á ári, sem er um 5-7% af heildar gatnakerfi Reykjavíkurborgar.
  • Þess má geta að gert er ráð fyrir að endurnýjun gatna fyrir árið 2025 verði að umfangi sem nemur allt að 1.000 millj.kr. sem svarar til tæplega 21 km af gatnakerfinu, eða 5%.

Malbikunarsjá á vefnum

Hægt er að fylgjast með malbikunarframkvæmdum í Reykjavík í kortasjá á vef borgarinnar. Þar er hægt að skoða hvað er framundan, í gangi og hvaða framkvæmdum er lokið.