List án landamæra í Ráðshúsi Reykjavíkur um helgina
Árlegur list- og handverksmarkaður Listar án landamæra fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur helgina 8.-9. nóvember 2025. Opið verður frá klukkan 13:00-17:00 bæði laugardag og sunnudag.
List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs fólks. Hátíðin er haldin á hverju ári í október og hefur öðlast sérstakan sess í menningarlífi um allt land. Lögð er áhersla á að list fatlaðs fólks sé metin til jafns við aðra list og hátíðin hefur ennfremur aukið umræðu um ímynd fatlaðra listamanna í listum. Á hátíðinni er boðið upp á öll listform sem byggir á samstarfi milli listamanna, leikhópa og tónlistarfólks. Hátíðin í ár stendur frá 9. október til 15. nóvember og boðið upp á fjölbreytta dagskrá.
Handverksmarkaður í Ráðhúsi Reykjavíkur
- Gott aðgengi er í ráðhúsinu.
- Bílastæði fyrir fatlað fólk er nálægt inngangi og í bílakjallara, lyfta og aðgengilegt salerni.
- Aðgangur ókeypis - verið öll velkomin.