List án landamæra í Ráðshúsi Reykjavíkur um helgina

Frá sýningu Listar án landamæra á Egilsstöðum

Árlegur list- og handverksmarkaður Listar án landamæra fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur helgina 8.-9. nóvember 2025. Opið verður frá klukkan 13:00-17:00 bæði laugardag og sunnudag.

List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs fólks. Hátíðin er haldin á hverju ári í október og hefur öðlast sérstakan sess í menningarlífi um allt land. Lögð er áhersla á að list fatlaðs fólks sé metin til jafns við aðra list og hátíðin hefur ennfremur aukið umræðu um ímynd fatlaðra listamanna í listum. Á hátíðinni er boðið upp á öll listform sem byggir á samstarfi milli listamanna, leikhópa og tónlistarfólks. Hátíðin í ár stendur frá 9. október til 15. nóvember og boðið upp á fjölbreytta dagskrá.

Handverksmarkaður í Ráðhúsi Reykjavíkur

Árlegur handverksmarkaður er haldinn á hverju ári í tengslum við listahátíð Listar án landamæra. Á boðstólum verður list og handverk eftir fatlað listafólk; listaverk, kerti, skartgripir, prjónavörur, keramík og ýmis gjafavara. Allur ágóði af sölu list og handversk rennur til listmannanna sjálfra. 
 
Boðið verður upp á tónlist og huggulega stemningu og alveg upplagt að líta við og kaupa jólagjafirnar!
  • Gott aðgengi er í ráðhúsinu.
  • Bílastæði fyrir fatlað fólk er nálægt inngangi og í bílakjallara, lyfta og aðgengilegt salerni.
  • Aðgangur ókeypis - verið öll velkomin.
Hátíðin er styrkt af menningar- nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, ÖBÍ réttindasamtökum og Hinu húsinu.