Haldinn verður kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu, sem liggur á milli Ártúnshöfða og Hamraborgar, fimmtudaginn 9. janúar klukkan 17 í Tjarnasal Ráðhúss Reykjavíkur. Fundurinn er haldinn til kynningar á umhverfismatsskýrslu þessarar fyrstu lotu og til að kynna tillögur að rammahluta aðalskipulags.
Þar er meðal annars fjallað um legu Borgarlínunnar, staðsetningu stöðva og umhverfisáhrif framkvæmda og reksturs Borgarlínunnar. Jafnframt er fjallað um mismunandi útfærslur á hönnun göturýma og forgang virkra ferðamáta ogalmenningssamgangna.
Umhverfismatsskýrslan og skipulagstillögurnar eru aðgengilegar í Skipulagsgáttinni þar sem öll geta kynnt sér gögnin og veitt umsögn en gögnin voru sett inn í nóvember. Athugasemdafrestur er til 25. janúar 2025.
Einnig verður haldinn sambærilegur kynningarfundur í Kópavogi miðvikudaginn 15. janúar klukkan 17 í safnaðarheimili Kópavogskirkju Hábraut 1a.
Með Borgarlínunni verður til nýtt almenningssamgöngukerfi sem bindur borgina og nágrannasveitarfélög betur saman, með betri lífsgæðum og einfaldara lífi fyrir borgarbúa. Með henni styrkjum við innviði, gerum góða borg ennþá betri og tökum nauðsynleg skref í loftslagsmálum og í átt að betri lýðheilsu.
- Viðburður á Facebook
- Umhverfismat í Skipulagsgáttinni
- Aðalskipulag í Skipulagsgáttinni
- Upplýsingavefur um Borgarlínuna á vef Reykjavíkurborgar