Innleiðingu Fyrr á frístundaheimili frestað að sinni

Skóli og frístund

Leikskóli

Ákveðið hefur verið að fresta innleiðingu tilraunaverkefnisins Fyrr á frístundaheimili sem hófst sumarið 2023 og var útvíkkað sumarið 2024. Verkefnið snerist um að börn sem voru að ljúka leikskólagöngu dveldu á frístundaheimili yfir sumartímann og þar til grunnskólagangan hæfist.

Þarfnast frekari undirbúnings

Markmið tilraunaverkefnisins var að auðvelda börnum að taka það stóra skref að hefja grunnskólagöngu og skapa rými fyrir starfsfólk til að mæta börnunum og foreldrum í næði áður en skólastarfið hæfist af fullum krafti. Einnig var markmið verkefnisins að flýta inntöku yngstu barnanna í leikskóla. 

Verkefnið heppnaðist vel en var umfangsmikið og þarfnast frekari undirbúnings og aðlögunartíma. Áfram verður unnið að mati á verkefninu og hvort það verði innleitt um alla borg eða að hluta þegar fram líða stundir.

 Starfsstaðir sem tóku þátt í tilraunaverkefninu voru eftirfarandi:  

  • Grunnskólar: Borgaskóli, Breiðholtsskóli, Engjaskóli, Foldaskóli, Hamraskóli, Húsaskóli, Norðlingaskóli, Rimaskóli, Seljaskóli, Ölduselsskóli.  
  • Frístundaheimili: Bakkasel, Brosbær, Hvergiland, Kastali, Klapparholt, Regnbogaland, Simbað, Tígrisbær, Vinasel, Vinaheimar.  
  • Leikskólar: Bakkaborg, Brekkuborg, Borg, Engjaborg, Fífuborg, Funaborg, Hamrar, Hulduheimar, Hálsaskógur, Jöklaborg, Klettaborg, Lyngheimar, Laufskálar, Rauðhóll, Seljaborg, Seljakot, Sunnufold.