Innköllun á Yerba Mate te frá Piporé

Pipore

Istanbul Market, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Yerba Mate te frá Piporé.

Ástæða innköllunar

Við opinbert eftirlit greindist varnarefnið antrakínón (e. anthraquinone) yfir leyfilegum mörkum eins og þau eru skilgreind í reglugerð ESB nr. 396/2005 um hámarksgildi varnarenaleifa í matvælum og fóðri.

Hver er hættan?

Neysla á matvælum sem innihalda mikið magn antrakínóns getur verið skaðleg heilsu.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki:Piporé
Vöruheiti:Yerba Mate
Nettómagn:250 g
Geymsluþol:Best fyrir dags. 31.12.2025.
Framleiðsluland:Argentína

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru

Istanbul Market ehf., Grensásvegi 10, 108 Reykjavík.

Dreifing

Eingöngu selt í verslun Istanbul Market, Grensásvegi 10.

Leiðbeiningar til neytenda

Viðskiptavinir sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.