Innköllun á ostum vegna gruns á listeríu

Innköllun á ostum.

Aðföng, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum ostana Duc de Loire og Royal Faucon Camembert.

Ástæða innköllunar

Grunur er um að ostarnir séu mengaðir af bakteríunni Listeria monocytogenes.

Hver er hættan?

Listeria monocytogenes getur valdið alvarlegum matarbornum sjúkdómi (svokallað listeriosis), sérstaklega hjá öldruðum, barnshafandi konum, nýfæddum börnum og einstaklingum með skert ónæmiskerfi. Nánar um Listeria monocytogenes á vefsíðu Matvælastofnunar.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við

a)

Vöruheiti: Duc de Loire

Geymsluþol:Best fyrir 12-08-2025

Lotunúmer:C5170112

Nettómagn: 300g.

Upprunaland: Frakkland

b)

Vöruheiti:Royal Faucon Camembert

Geymsluþol: Best fyrir 17-08-2025

Lotunúmer:C5171077

Nettómagn: 250 g.

Upprunaland: Frakkland 

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru

Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík.

Dreifing

Verslanir Hagkaupa um land allt.