Hvernig verður Reykjavík kolefnishlutlaus borg?
Boðað er til opins borgaraþings 6. september næstkomandi milli klukkan 10:00-12:30 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Umfjöllunarefni borgaraþings verður að þessu sinni; Hvernig verður Reykjavík kolefnishlutlaus borg? Hvað finnst þér?
Kolefnishlutlaus fyrir árið 2030
Markmið Reykjavíkurborgar er að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2030 og að aðlögun að loftslagsbreytingum verði með vistvænum og mannvænum hætti. Loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er leiðarvísir að því hvert verður haldið næstu fimm árin þar sem markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 eru sett fram.
Hvað finnst þér?
Einstaklingar geta lagt sitt af mörkum með því að endurskoða samgönguvenjur og draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Einnig að draga úr myndun úrgangs eftir því sem kostur er og endurvinna það sem fellur til.
Öll eru velkomin á þingið en fólk getur einnig sagt skoðun sína á málefninu á samráðsgátt Reykjavíkurborgar. Hvernig verður Reykjavík kolefnishlutlaus?
Eftirfarandi er dagskrá þingsins:
- 10:00-10:10 Setning borgaraþings
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, setur borgaraþingið og býður þátttakendur velkomna. - 10:10-10:25 Kynning á Loftslagsborgarsamningi Reykjavíkurborgar
Hrönn Hrafnsdóttir, deildarstjóri loftslagsmála. - 10:25-12:00 Umræður á borðum
Ráðgjafar frá Arcur kynna fyrirkomulag og hópar hefja umræður. - 12:00-12:30 Samantekt
Örstutt yfirlit yfir helstu umræðufleti og sjónarmið sem fram koma í umræðum á borðum.
Á borgaraþinginu verður umræðum skipt í 4 flokka:
- Gönguborgin Reykjavík
- Hjólaborgin Reykjavík
- Útilífsborgin Reykjavík
- Almenningssamgönguborgin Reykjavík
Borgaraþingið mun fara fram á íslensku en þau sem óska eftir tungumálaaðstoð eru beðin um að senda tölvupóst á netfangið lydraedi@reykjavik.is
Mikilvægt er að skrá sig á þingið þar sem húsrými er takmarkað.
Viðburður á Facebook
Hlökkum til að hitta öll þau sem láta sig þessi málefni varða og eiga gott samtal.