Hver vill taka við Kolaportinu?

Reykjavíkurborg leitar að öflugum og framsýnum rekstraraðila til að taka við Kolaportinu og leiða starfsemina á þessum einstaka samkomustað í miðborginni. Rík áhersla er lögð á að vel sé haldið utan um mannlíf og menningu. Kolaportið sé ekki aðeins markaður, heldur miðstöð félagslegra tengsla og líflegs borgarsamfélags.
Þetta kemur fram í auglýsingu Reykjavíkurborgar: Kolaportið: Leigutaki og rekstraraðili almenningsmarkaðar að Tryggvagötu 19.
Frestur til að skila inn tilboðum er kl. 10:00 þann 8. júlí n.k. og eru áhugasamir hvattir til að hafa tímann fyrir sér því skila þarf greinargerð og gögnum með tilboðinu. Á útboðsvef eru nánari upplýsingar fyrir bjóðendur, listi yfir gögn sem á að skila, ásamt lýsingu hvernig tilboð verða metin.
Reykjavíkurborg áætlar að gera húsaleigu- og rekstrarsamning við væntanlegan rekstraraðila og eru drög að samningum einnig aðgengileg á útboðsvef. Áhugasamir eru hvattir til að senda inn fyrirspurnir tímanlega í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar og eru öll svör birt þar.
Nánari upplýsingar:
- Auglýsing á vef Reykjavíkurborgar: Kolaportið: Leigutaki og rekstraraðili almenningsmarkaðar að Tryggvagötu 19.
- Útboðsvefur Reykjavíkurborgar: 16166 - Almenningsmarkaður Tryggvagötu 19 (Kolaportið)