Hjólað í vinnuna í bongóblíðu

Hjólreiðar hafa aukist í góða veðrinu undanfarna daga.
Margir hafa nýtt góða veðrið til að hjóla.

Gott veður síðustu daga hefur skilað sér í aukinni hjólreiðaumferð í Reykjavík. Samkvæmt hjólateljurum borgarinnar hefur síðasta vika verið metvika í fjölda hjólandi, og það á sama tíma og átakið Hjólað í vinnuna stendur yfir um allt land.

Mest var hjólað á þriðjudeginum 13. maí þegar teljarar skráðu alls 16.893 ferðir, sem gerir þann dag að þeim stærsta hingað til á árinu. Fyrra met ársins sett aðeins viku áður, þann 3. maí, með 10.925 ferðir.

Fjöldi hjólandi hefur verið eftirfarandi í vikunni:

Mánudagur 12. maí: 11.258

Þriðjudagur 13. maí: 16.893

Miðvikudagur 14. maí: 14.989

Fimmtudagur 15. maí: 11.622

Gera má ráð fyrir að föstudagurinn 16. maí verði svipaður enda bongóblíða úti.

Veðurblíðan hefur greinilega blásið hjólreiðafólki byr í brjósti og styður vel við markmið Hjólað í vinnuna um að hvetja landsmenn til að velja hjólið sem virkan ferðamáta. Reykjavíkurborg hvetur íbúa til hjóla varlega í góðu veðri og njóta borgarinnar á tveimur dekkjum.