Götulokanir í miðborginni vegna kvennaverkfallsins 2025
Götulokanir verða í gildi í miðborg Reykjavíkur vegna kvennaverkfallsins föstudaginn 24. október.
Framkvæmdastjórn Kvennaárs hefur boðað til kvennaverkfalls þann 24. október þegar fimmtíu ár eru frá því að fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á Íslandi. Dagskrá kvennaverkfallsins í ár verður tvíþætt; fyrri hlutinn er söguganga um áfanga í kvennabaráttunni og sá seinni er útifundur við Arnarhól. Fjöldi kvenna og kvára tóku þátt útifundinum á Arnarhóli í fyrra og má búast við enn meiri þátttöku í ár vegna tímamótanna.
Hluta miðborgarinnar lokað
Hluti miðborgarinnar verður lokaður akandi umferð frá kl. 10:00–17:00 þann 24. október næstkomandi vegna kvennaverkfallsins.
Vinsamlegast kynnið ykkur lokunarkortið vel áður en farið er í miðborgina. Komið fótgangandi eða á hjóli.
Einhverjar raskanir verða á leiðarkerfi Strætó, hægt er að nálgast upplýsingar á straeto.is þegar nær dregur.
Notum bílastæðahúsin
Fólk sem kemur í miðborgina á bíl er hvatt til að nýta sér bílastæðahúsin í borginni.